Fréttir

Fjölbreytt dagskrá á Hestatorginu á LM

30.11.1999
Fréttir
Hið íslenska Hestatorg verður sett upp á landsmótssvæðinu á Hellu í næstu viku. Hestatorgið er samstarfsverkefni félagasamtaka, stofnana og skóla er tengjast hrossarækt og hestamennsku á Íslandi. Markmið verkefnisins er að leggja áherslu á Ísland sem upprunaland íslenska hestsins og kynna það fjölbreytta starf sem fram fer innan þessa geira hér á landi.

Skrifstofa LH er flutt á Landsmót hestamanna á Hellu

30.11.1999
Fréttir
Skrifstofa LH er flutt á Landsmót hestamanna á Hellu þessa viku og er skirfstofan því eðlilega lokuð. Hún opnar aftur þriðjudaginn 8. júlí. Upplýsingasími á meðan landsmótinu stendur er 841 0011 Bestu kveðjur - skrifstofan

Verðlaunagripir frá Landsmóti

30.11.1999
Fréttir
Þeir sem eiga eftir að sækja verðlaunagripi frá Landsmóti geta nálgast þá á skrifstofu LH að Engjavegi 6, 104 Rvík. Skrifstofan er opin alla virka daga á milli 9-16. Bestu kveðjur, Skrifstofa LH

LHhestar með Fréttablaðinu

30.11.1999
Fréttir
Minnum á að LHhestar kemur út með Fréttablaðinu á morgun.

Landslið Íslands fyrir Norðurlandamótið 2008

30.11.1999
Fréttir
Búið er að velja landsliðið sem mun keppa fyrir Íslands hönd á Norðurlandamótinu sem fram fer í Seljord, Noregi dagana 4.-10. ágúst. Landsliðseinvaldur er Einar Öder Magnússon og honum til aðstoðar verður Hinrik Bragason.

Íþróttamenn ársins hjá LH

30.11.1999
Fréttir
Sérsambönd innan ÍSÍ tilnefna nú eitt af öðru kandídata sína til íþróttamanns ársins. Landssamband hestamannafélaga hefur valið tvo knapa, mann og konu, sem sína íþróttamenn. Þeir verða kynntir föstudaginn 19. desember klukkan 16.00 í Íþróttamiðstöðinni í Laugardal.

Salmonella magnast upp við kjöraðstæður

30.11.1999
Fréttir
Fyrir tæpum tveimur áratugum drápust á annað hundrað hrossa úr salmonellu sýkingu í Landeyjum og víðar á Suðurlandi. Aðallega fölold og trippi. Þar er talsvert um vatnsból sem eru tjarnir sem grafnar eru í landið.

Sýkingin í lokuðum vatnsbólum

30.11.1999
Fréttir
Gunnar Örn Guðmundsson, héraðsdýralæknir, sagði í samtali við LH-Hesta að enginn vafi léki lengur á því að um salmonellu sýkingu væri að ræða í öllum hrossunum sem veikst hafa. Hann segir flest benda til þess að sýkingin hafi verið til staðar í litlum tjörnum í beitarhólfinu.

Sorgleg jól hestamanna í Mosfellsbæ

30.11.1999
Fréttir
Eins og fram hefur komið í fréttum hafa nokkrir hestamenn í Mosfellsbæ orðið fyrir umtalsverðum skaða nú um hátíðirnar. Samkvæmt síðustu fréttum hafa nítján reiðhross drepist af völdum salmonellu sýkingar. Þau voru í hópi fjörutíu hrossa sem voru í hagagöngu í hólfi við Esjurætur.