Fréttir: Nóvember 1999

238 kynbótahross náði lágmarki LM

30.11.1999
Fréttir
Alls náðu 238 kynbótahross einkunnalágmörkum í einstaklingssýningum komandi landsmóts á Hellu. Eigendur eða knapar þessara kynbótahrossa eru beðnir að láta undirritaðan vita um forföll frá landsmóti svo fljótt sem auðið er. Endanleg dagskrá varðandi tímasetningar verður ákveðin næstkomandi fimmtudagskvöld og er þá afar brýnt að geta vitað um öll afföll sem fyrirséð eru. Sex hrossa fækkun þýðir stytting á dagskrá um eina klukkustund við dóma. Guðlaugur V. Antonsson, hrossaræktarráðunautur, sími: 892 0619

Heilbrigðisskoðun keppnishesta á Landsmóti 2008

30.11.1999
Fréttir
“Einungis má nota í keppni dýr sem eru heilbrigð og vel þjálfuð...”.Lög um dýravernd nr 15/1994 6.gr. Til að uppfylla skilyrði um dýravernd á LM 2008 hafa eftirfarandi reglur verið samþykktar af Landssambandi hestamannafélaga (LH), Landsmóti (LM) og Dýraheilbrigðissviði Matvælastofnunar

Reglur um járningar

30.11.1999
Fréttir
Járningamannafélag Íslands hvetur knapa og forráðamenn hrossa á Landsmóti að kynna sér vel reglur um járningar.

LHhestar með Fréttablaðinu

30.11.1999
Fréttir
Minnu á að LHhestar kemur út með Fréttablaðinu á morgun.

Verðlaunagripir frá Landsmóti

30.11.1999
Fréttir
Þeir sem eiga eftir að sækja verðlaunagripi frá Landsmóti geta nálgast þá á skrifstofu LH að Engjavegi 6, 104 Rvík. Skrifstofan er opin alla virka daga á milli 9-16. Bestu kveðjur, Skrifstofa LH

Út er komið nýtt íslenskt spil sem heitir Stóðhestaspilið

30.11.1999
Fréttir
Íslandsmeistaramót í Stóðhestaspilinu verður haldið á Föstudaginn 4. júlí á landsmóti hestamanna á Hellu.

Æfingatímar og ráslistar

30.11.1999
Fréttir
Búið er að úthluta æfingatímum fyrir hestamannafélögin og er hægt að nálgast tímasetningar á þeim hér á heimasíðunni okkar. Einnig er búið að setja inn ráslista fyrir tölt, skeið og gæðingakeppni.

Áríðandi tilkynning frá LM: Knapafundur á Gaddstaðaflötum.

30.11.1999
Fréttir
Mótstjórn boðar alla knapa sem þátt taka á Landsmóti á knapafund, nk. sunnudag, 29. júní, kl. 17:00.  Áríðandi er að allir knapar mæti, en á fundinum verður farið yfir helstu atriði er varða mótið, reglur og tilhögun.  Fundurinn verður haldinn í stóra veitingatjaldinu sem nú er þegar risið á Gaddstaðaflötum.  Þess má geta að ekki er...

Fjölbreytt dagskrá á Hestatorginu á LM

30.11.1999
Fréttir
Hið íslenska Hestatorg verður sett upp á landsmótssvæðinu á Hellu í næstu viku. Hestatorgið er samstarfsverkefni félagasamtaka, stofnana og skóla er tengjast hrossarækt og hestamennsku á Íslandi. Markmið verkefnisins er að leggja áherslu á Ísland sem upprunaland íslenska hestsins og kynna það fjölbreytta starf sem fram fer innan þessa geira hér á landi.