Fréttir: Nóvember 1999

Úrslit allra greina á Landsmóti 2008

30.11.1999
Fréttir
Finna má úrslit allra greina frá Landsmótinu á Gaddstaðaflötum 2008 undir slóðinni: http://www.landsmot.is/index.php?pid=366

Ljóð frumflutt í tilefni Landsmóts 2008

30.11.1999
Fréttir
Við mótsetningu Landsmóts 2008 frumflutti Steinunn Arinbjarnardóttir ljóð eftir föður sinn Arinbjörn Vilhjálmsson. Landsmót ehf. þakkar Arinbirni og Steinunni fyrir þeirra skemmtilega framlag og birtir ljóðið hér í heild sinni.

Lukka efst sem stendur

30.11.1999
Fréttir
Lukka frá Stóra-Vatnsskarði stóð efst fyrir hádegi í flokki hryssna 7 vetra og eldri. Hlaut hún 8,84 í aðaleinkunn - 8.46 fyrir sköpulag og 9.1 fyrir kosti. Það var Þórður Þorgeirsson stórknapi sem sýndi Lukku

Upplýsingasími á Landsmóti 841 0011

30.11.1999
Fréttir
Fjöldi fólks leitar sér upplýsinga meðan á Landsmóti (LM) stendur og hefur upplýsingasími LM og Landssambands hestamannafélaga (LH) verður opnaður. Síminn er: 841 0011.

Knapar minntir á heilbrigðisskoðun hesta

30.11.1999
Fréttir
Knapar á Landsmóti eru minntir á að mæta með hesta sína í heilbrigðisskoðun í stóðhestahúsinu 2 - 24 klukkustundum fyrir keppni. Þetta gildir um alla hesta í A-flokki, B-flokki, tölti og skeiði.

Valdimar og Leiknir efstir í ungmennaflokki

30.11.1999
Fréttir
Valdimar Bergstað og Leiknir frá Vakurstöðum eru efstir eftir forkeppni í flokki ungmenna í dag. Þrjátíu efstu hestar komast í milliriðil sem fram fer á miðvikudag. Þriðji aukastafur réð úrslitum um hverjir kæmust í milliriðil.

Sara Sigurbjörnsdóttir efst eftir forkeppni unglinga

30.11.1999
Fréttir
Hart var barist í forkeppni í unglingaflokki og hafnaði Sara Sigurbjörnsdóttir í efsta sæti á Hálfmána frá Skrúð, með 8,54 í heildareinkunn. 30 knapar og gæðingar þeirra komast áfram í milliriðil í unglingaflokki.

Mjög sterkur flokkur 6 vetra hryssna

30.11.1999
Fréttir
Elding frá Haukholtum stendur efst í flokki 6 vetra hryssna, alhliða geng undan Hrynjanda frá Hrepphólum. Fjóla frá Kirkjubæ fékk geysiháar hæfileikaeinkunnir, en hún er klárhryssa með 9,5 bæði fyrir tölt og brokk.

Forkeppni í B-flokki í dag

30.11.1999
Fréttir
Fjöldi sterkra hesta mætir til keppni í B-flokki gæðinga, en forkeppnin fer fram í dag. Athygli vekur að Leiknir frá Vakurstöðum hefur verið dreginn úr keppni. Valdimar Bergstað, knapi hans, ávann sér réttinn til að keppa bæði í B-flokki og ungmennaflokki fyrir Fák og hefur hann ákveðið að einbeita sér að ungmennaflokknum eingöngu með Leikni.