Fréttir: Desember 2018

Equsanadeildin - fjórgangur

07.02.2018
Fréttir
Þá er loks að koma að því. Fyrsta keppnin í Equsana deildinni 2018 – Gamanferða fjórgangurinn - hefst fimmtudaginn 8 febrúar kl. 19:00.

Equsana deildin - lið 13-16

02.02.2018
Fréttir
Seinustu liðin sem við kynnum til leiks í Equsana deildinni 2018 eru lið Vagna og Þjónustu, Ölvisholts, Stjörnublikks og Öðlinganna. Samtals keppa 16 lið í mótaröð ársins og þar má sjá mörg lið sem hafa verið með frá upphafi.

Equsanadeildin - lið 9-12

01.02.2018
Fréttir
Áhugamannadeild Spretts, Equsana deildin 2018, hefst 8. febrúar n.k. og þar með hefst fjórða keppnisárið í þessari frábæru mótaröð. Hér má sjá lið 9-12. Deildin hefst með keppni í fjórgangi fimmtudaginn 8. febrúar kl. 19:00.

Skráðu þig á póstlista VITA

01.02.2018
Fréttir
Nýlega var gerður samstarfsamningur milli Ferðaskrifstofunnar Vita og Landsambands hestamannafélaga. Meðal annars verður samvinna aðila um ferðir á HM í Berlín 2019. Eins og áður verður leitast við að skapa gott andrúmsloft meðal Íslendinga á mótinu.

Equsanadeildin - lið 5-8

30.01.2018
Fréttir
Áhugamannadeild Spretts, Equsana deildin 2018, hefst 8. febrúar n.k. og þar með hefst fjórða keppnisárið í þessari frábæru mótaröð. Sextán lið mæta til keppni í vetur með samtals áttatíu knapa skráða.

Langar þig að keppa í Meistaradeildinni?

29.01.2018
Fréttir
Á aðalfundi Meistaradeildarinnar voru samþykktar tvær nýjar leikreglur en tilgangur þeirra er að auka fjölbreytni í deildinni og efla markaðssetningu. Báðar reglurnar gera knöpum utan deildarinnar kleift að taka þátt í mótum á vegum deildarinnar.

Equsana deildin 2018 - fyrstu 4 liðin

29.01.2018
Fréttir
Áhugamannadeild Spretts, Equsana deildin 2018, hefst 8. febrúar n.k. og þar með hefst fjórða keppnisárið í þessari frábæru mótaröð.

Sigurbjörn nýr liðsstjóri landsliðsins

26.01.2018
Fréttir
Landsliðsnefnd LH hefur gert samning við nýjan liðsstóra íslenska landsliðsins í hestaíþróttum. Nefndin tók sér haustið í þessa vinnu og voru nokkrir mjög frambærilegir kandídatar sem komu til greina.

Meistaradeildin að hefjast

26.01.2018
Fréttir
Nú er minna en vika í að Meistaradeild Cintamani í hestaíþróttum hefjist en fyrsta mót fer fram í Samskipahöllinni í Spretti þann 1.febrúar. Keppt verður í fjórgangi en í fyrra var það hún Elin Holst sem sigraði á Frama frá Ketilsstöðum en gaman verður að sjá hvort þau mæti aftur, sterk til leiks.