Fréttir: Desember 2017

Æskulýðsnefnd LH á faraldsfæti

10.02.2017
Æskulýðsnefnd LH stefnir í sína reglulegu fundarherferð um landið í febrúar og mars. Fundirnir verða sex talsins og eru haldnir víðsvegar um landið. Tilgangur fundanna er að efla tengsl nefndarinnar við það fólk sem vinnur að og hefur áhuga á æskulýðsmálum í hestamannafélögunum og einnig að kynna starfsemi nefndarinnar.

Afrekshópur LH – nokkur pláss laus

09.02.2017
Tilgangur verkefnisins er að búa unga knapa undir að takast á við stór verkefni á sviði hestamennskunnar bæði hér heima og á erlendum vettvangi. Stjórnandi hópsins er Páll Bragi Hólmarsson liðstjóri íslenska landsliðsins.

Kynningarfundur fyrir íslensk fyrirtæki/hrossaræktendur fyrir HM2017

08.02.2017
Fréttir
Íslandsstofa undirbýr þátttöku íslenskra fyrirtækja á sölu- og sýningarsvæði Heimsmeistaramóts Íslenska hestsins sem fram fer í Oirschot í Hollandi dagana 7.- 13. ágúst nk.

Líkamsbeiting knapans

30.01.2017
Fyrirlestur um líkamsbeitingu knapans með Heiðrúnu Halldórsdóttur pílates "dressage instructor".

Mótaskrá 2017

26.01.2017
Mótaskráin er stútfull að venju og í febrúar, mars og apríl verður mikið um að vera fyrir áhugamenn og atvinnumenn í hestamennsku.

Kortasjáin tæpir 12.000 km

25.01.2017
Vinna við Kortasjá LH er jöfn og stöðugt bætast við kílómetrar af reiðleiðum um landið okkar. Nú síðast var verið að setja inn um 217 km af reiðleiðum i Árborg og Flóahreppi. Heildarlengd reiðleiða er því 11.824 km í dag.

Ráðstefna um lyfjamál íþróttahreyfingarinnar

23.01.2017
Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands og Íþróttabandalag Reykjavíkur standa fyrir ráðstefnu um lyfjamál þann 26. janúar kl.17:30-20:30 í Háskólanum í Reykjavík.

Meðalaldur liðsmanna 27 ár

16.01.2017
Fréttir
Fjórða liðið sem við kynnum til leiks í Meistaradeildinni er lið Hrímnis/Export hesta. Liðið er saman sett af ungum knöpum en meðalaldur liðsins er 27 ár. Hrímnir var fyrst með lið í deildinni árið 2010 en Export hestar bætust við árið 2012.

FT og dómarastéttin stendur fyrir fræðslu

16.01.2017
Fréttir
Opið fræðslukvöld um líkamsbeitingu hesta og reiðmennsku með Mette Moe Mannseth föstudagskv. 20.jan. í Harðarbóli Mosfellsbæ kl.19.30.