Fréttir: Desember 2008

Meira en þriðja hvert kynbótahross með áverka

10.10.2008
Fréttir
Heyrst hefur að 37% kynbótahrossa á LM2008 hafi verið með áverka af einhverju tagi; aðallega fótaágrip og sár í munni. Guðlaugur Antonsson, hrossaræktarráðunautur vildi ekki staðfesta þessa tölu en segir að verið sé að yfirfara upplýsingar frá skoðunarmönnum.

Kynbótahross inn á hringvöll

10.10.2008
Fréttir
Hugsanlegt er að kynbótahross verði dæmd á hringvelli næsta vor og sumar. Sú hugmynd er nú til umræðu í fagráði hrossaræktarinnar. Guðlaugi Antonssyni, hrossaræktarráðunauti, lýst ekki illa á hugmyndina.

Áverkar á kynbóta- hrossum vonbrigði

10.10.2008
Fréttir
„Ég ríð út allan veturinn og fer í ferðalög á sumrin. Ég verð mjög sjaldan fyrir því að hrossin mín missi undan sér skeifu eða grípi fram á sig. Maður hlýtur því að spyrja hvers vegna þetta er svona mikið vandamál í kynbótasýningum,“ segir Guðlaugur Antonsson, hrossaræktarráðunautur.

Vilja minnka umfang Landsmótanna

10.10.2008
Fréttir
Almennur vilji virðist fyrir því meðal hestamanna að létta dagskrá Landsmóta hestamanna. Á umræðufundi LH um LM2008 voru flestir sem tóku til máls á þeirri skoðun. Guðlaugur Antonsson, hrossaræktarráðunautur lagði til að kynbótahrossum yrði fækkað í 150 á LM2010. Einnig lagði hann til að milliriðlum og B úrslitum í gæðingakeppni verði sleppt.

Landsmótin þurfa endurskoðunar við

09.10.2008
Fréttir
Það þarf að endurskoða Landsmót hestamanna frá grunni. Ég get ekki séð að það sé raunhæft að halda áfram á sömu braut,“ segir Kristinn Guðnason, formaður Félags hrossabænda. Kristinn verður á fundi LH um LM2008 í Íþróttamiðstöðinni í Laugardal í dag klukkan fimm síðdegis.

Staða hrossabænda mun versna

09.10.2008
Fréttir
Staða hrossabænda mun versna, alveg eins og flestra annarra stétta. Annað væri ekki raunhæft að áætla, segir Kristinn Guðnason, formaður Félags hrossabænda. „Hestasala innanlands er að dragast saman, það er alveg ljóst. Ég geri líka ráð fyrir að fólk muni spara við sig að láta temja í vetur.“

Hefðbundin tannröspun óþörf

07.10.2008
Fréttir
„Ég er á þeirri skoðun að hefðbundin tannröspun, eins og hún hefur verið framkvæmd hér á landi til margra ára, sé óþörf og í versta falli skaðleg,“ segir Sigríður Björnsdóttir, dýralæknir hrossa. Hún bendir hestafólki á að láta fagfólk meðhöndla tannvandamál.

Heilbrigðisskoðun á Landsmótum

07.10.2008
Fréttir
Sigríður Björnsdóttir, dýralæknir hrossasjúkdóma, mun verða með framsögu og svara fyrirspurnum á fundi LH um LM2008 sem haldinn verður í Íþróttamiðstöðinni í Laugardal fimmtudaginn 9. október klukkan fimm síðdegis. Sigríður mun fjalla um heilbrigðisskoðun sýningahrossa á Landsmótum, en dýralæknar hafa séð um það eftirlit síðastliðin þrjú mót. Hún segir að eftirlitið hafi skilað árangri.

Sumarexemið: Tímafrekar og dýrar rannsóknir

07.10.2008
Fréttir
Um 5% útlendra hrossa eru líkleg til að fá sumarexem og má rekja það til erfða. Allt að 50% íslenskra hrossa sem flutt eru út fá sumarexem. Vonast er til að innan fárra ára verði gerðar tilraunir með bólusetningu á útfluttum íslenskum hrossum.°