Fréttir: Desember 2008

Hundabann á mótssvæði LM

30.06.2008
Fréttir
Óleyfilegt er að koma með hunda inn á mótssvæði Landsmóts og hafa merkingar verið hengdar upp því til áréttingar.

Landsmót hafið í blíðskaparveðri

30.06.2008
Fréttir
Landsmót 2008 sem í ár er haldið á Gaddstaðaflötum á Hellu hófst í blíðskaparveðri í morgun. Um og yfir 2000 manns eru nú þegar mættir á mótssvæðið og mikil eftirvænting bæði meðal gesta og keppenda.

Nú styttist í landsmót!

24.06.2008
Fréttir
Það styttist óðum í Landsmót og undanfarið hafa rekstraraðilar Gaddstaðaflata, þ.e. Rangárbakkar ehf. og Rangárhallarinnar langt nótt við nýtan dag við að ljúka framkvæmdum. Í gær tók Landsmót formlega við svæðinu og var kátt yfir fólki þegar afhendingin fór fram á Gaddstaðaflötum í blíðskaparveðri.

Hilux fyrir heimsmet í skeiði

20.06.2008
Fréttir
„Þeir hjá Toyota hafa ákveðið að ef slegið verður heimsmet í skeiði á Landsmóti þá ætla þeir að gefa sigurvegaranum Toyota Hilux,\" segir Jóna Fanney Friðriksdóttir, framkvæmdastjóri Landsmóts.

Dregið úr umsóknum ræktunarbúa

10.06.2008
Fréttir
Eins og fram hefur komið í fréttatilkynningu frá Landsmóti ehf. var þátttaka í skráningu ræktunarbúa á Landsmót 2008 mjög góð. Tuttugu ræktunarbú sendu inn umsókn en skv. venju eru það tíu bú sem koma fram í sýningu. Öll búin tuttugu sem sendu inn umsókn verðskulda það að koma fram á Landsmóti og var því ákveðið að draga úr innsendum umsóknum.

Mikill áhugi á þátttöku í ræktunarbúsýningu á LM

09.06.2008
Fréttir
Mjög góð þátttaka var í skráningu ræktunarbússýninga á Landsmót 2008. Tuttugu ræktunarbú sendu inn umsókn um þátttöku á komandi Landsmóti en skv. venju eru það tíu bú sem valin eru úr umsóknum. Ræktunarbúum áranna 2006 og 2007 er jafnframt boðin þátttaka þannig að í heild eru það 12 bú sem koma fram. Vegna þessa mikla fjölda og þeirrar staðreyndar að öll búin eru verðug til þátttöku í sýningu á Landsmóti 2008 hefur verið ákveðið að dregið verði um þátttöku í sýningunni.

Barna- og skemmtidagskrá verður kynnt á næstu dögum

08.06.2008
Fréttir
Margir hafa beðið með óþreyju eftir því að afþreyingar- og skemmtidagskrá Landsmóts verði kynnt. Helstu áherslur í ár eru að Landsmót sé fjölskylduhátíð hestamanna. Opnaður verður glæsilegur afþreyingargarður fyrir unga fólkið, Húsasmiðjugarðurinn.

Vinningshafi í ljósmyndskeppni Landsmóts

06.05.2008
Fréttir
Dregið var úr myndum vikunnar og vinningshafinn í ljósmyndakeppni Landsmóts varð Hekla Hermundsdóttir. Við óskum henni hjartanlega til hamingju og hlýtur Hekla í vinning tvo vikupassa á Landsmót.

Veislumúlinn óskar eftir starfsfólki í veitingasölu á Landsmóti

17.03.2008
Fréttir
Starfsfólk óskast í veitingasölu á Landsmóti Hestamanna 30.júní – 6 júlí. Sveigjanlegur vinnutími í boði. Upplýsingar eru veittar í síma: 660 7889 eða á netfanginu: brynja@mulakaffi.is