Fréttir: Desember 2012

Hestastrætó á þriðjudögum í Glaðheima frítt

06.02.2012
Fréttir
Næstu fimm vikur verður boðið upp á hestastrætó á þriðjudögum niður í Glaðheima endurgjaldslaust fyrir Gustara.  Farið verður á þriðjudögum frá Kjóavöllum niður í reiðhöllina okkar í Glaðheimum og til baka einum og hálfum tíma síðar.  Strætóbílstjórinn heitir Kjartan er með gsm 867-4333, félagar panta pláss í síðasta lagi á mánudegi hjá Kjartani. Lágmark er þrír hestar annars fellur ferðin niður. Stoppustöðinn er á móts við hús Björgvins dýralæknis að Hamraenda. 

Ís-landsmót 2012

06.02.2012
Fréttir
Laugardaginn 3. mars  verður haldið Ís-landsmót á Svínavatni í A-Hún. Keppt  verður í A og B flokki og opnum flokki í tölti.

Fáksfréttir/Fundur um fasteignagjöld hesthúsa

06.02.2012
Fréttir
Hestamannafélagið Fákur boðar til fundar nk. mánudag, 6. febrúar kl. 18:30 í félagsheimili Fáks, um breytingu á álagningu fasteignagjalda á hesthúsum í Reykjavík.

Meistaradeildin í kvöld - uppfærð rásröð

02.02.2012
Fréttir
Þá er komið að fyrsta móti Meistaradeildar í hestaíþróttum en það hefst í kvöld klukkan 19:00 í Ölfushöllinni, Ingólfshvoli. Eins og flestir vita átti mótið að fara fram á fimmtudag fyrir viku en var fresta vegna veðurs.

Fákar og fjör

01.02.2012
Fréttir
Hestamannafélagið Léttir heldur stórsýninguna Fáka og fjör 2012 þann 14. apríl n.k. í Reiðhöllinni Akureyri.

Meistaradeildin í beinni

01.02.2012
Fréttir
Eins og undanfarin ár verður sýnt beint frá Meistaradeildinni í Ölfushöllinni í vetur. Fyrsta mótið fer fram nú á fimmtudaginn klukkan 19:00 en þá verður keppt í fjórgangi.

Járninganámskeið hjá Funa

01.02.2012
Fréttir
Gestur Páll Júlíusson dýralæknir og járningarmeistari verður með járningarnámskeið dagana 3. - 4. febrúar.

Húnvetnska liðakeppnin

01.02.2012
Fréttir
Húnvetnska liðakeppnin er að fara í gang og verður fyrsta mótið haldið þann 17. febrúar og er það keppni í fjórgangi.

Upprifjunarnámskeið HÍDÍ 2012

31.01.2012
Fréttir
Haldin verða tvö upprifjunarnámskeið fyrir hestaíþróttadómara í ár.