Fréttir: Desember 2009

Einkunnarlágmörk kynbótahrossa á FM2009

03.06.2009
Fréttir
Nú er aðeins um mánuður í Fjórðungsmót á Kaldármelum. Kynbótasýningar eru í fullum gangi norðan heiða og sunnan. Margir keppa að því að koma hrossum sínum á FM2009. Rétt til þátttöku eiga hross hverra eigendur eru á svæðinu frá Hvalfirði að Tröllaskaga.

Reykjavíkur meistaramótið – Úrslit

02.06.2009
Fréttir
Reykjavíkur meistaramótið í hestaíþróttum fór fram í Víðidal um helgina. Sigurvegarar einstakra greina komu fæstir á óvart. Flestir hafa áður náð góðum árangri. Konur voru áberandi í efstu sætum.

Gæðingamót Hrings 6. júní 2009

02.06.2009
Fréttir
Skráningu skal lokið fyrir kl 20:00 miðvikudaginn 3. júni.

Happadrætti Líflands og LH

02.06.2009
Fréttir
Hestavöruverslunin Lífland og Landssamband Hestamannafélaga (LH) hafa tekið höndum saman og hrundið af stað fjáröflun fyrir landslið Íslands í hestaíþróttum sem tekur þátt í HM09 í Sviss í ágúst.

Opið íþróttamót Snæfellings

02.06.2009
Fréttir
Opið íþróttamót Hestamannafélagsins Snæfellings verður haldið á Kaldármelum sunnudaginn 14. júní og hefst kl. 10.00.

Gæðingakeppni Gusts - Úrslit

02.06.2009
Fréttir
Gæðingakeppni Gusts fór fram um helgina í Glaðheimum. Þátttaka var fremur dræm og svo fór að mótið var haldið á einum degi. Niðurstöður urðu eftirfarandi:

Opið Gæðingamót Mána og Sparisjóðsins í Keflavík

02.06.2009
Fréttir
Fyrirhugað er að halda Gæðingamótið fimmtudaginn 4.júní og föstudaginn 5.júní.

Reykjavíkur meistaramót - Úrslit fyrsta dags

29.05.2009
Fréttir
Dómstörf hófust kl. 16:00 í gær og var keppt í 4-gangi unglinga, 1. flokki og einnig í gæðingaskeiði í öllum flokkum. Hart var barist á öllum vígstöðum og margar glæsilegar sýningar glöddu augu áhorfenda. Ljóst er að úrslitin verða spennandi en þau verða haldin á sunnudag og mánudag. Í dag heldur mótið áfram og er keppt í fimmgangi í öllum flokkum og hefst keppni í fimmgangi ungmenna kl. 16:00. Veitingasalan verður að sjálfsögðu opin og allir hvattir til að mæta og sjá glæsileg hross og snilldar knapa sýna listir sínar.

Kynbótasýning Gaddstaðaflötum við Hellu

29.05.2009
Fréttir
Hollaröðun fyrir kynbótasýninguna á Gaddstaðaflötum við Hellu í næstu viku er að finna á heimasíðu Búnaðarsambands Suðurlands www.bssl.is en hún var uppfærð í dag vegna smávægilegra breytinga.