Fréttir: Desember 2010

Úrtaka fyrir „Allra sterkustu“

17.03.2010
Fréttir
Úrtaka fyrir „Allra sterkustu“ verður haldin föstudaginn 26.mars kl.20:00 í Skautahöllinni í Laugardal. 8-10 efstu hestum í úrtöku verður boðið að taka þátt í Ístölti „Allra sterkustu“ sem fer fram 3.apríl. Þar mæta til leiks glæsilegir töltarar og margir af fremstu knöpum landsins.

Heildarúrslit úr forkeppni á Svellköldum

17.03.2010
Fréttir
Hér að neðan má sjá heildarúrslit úr forkeppni á Svellköldum konum sem fram fór sl. laugardag. Minna vanar:

Sláturhúsum er óheimilt að taka við ómerktum hrossum eftir 1. apríl 2010

16.03.2010
Fréttir
Reglugerð um einstaklingsmerkingar búfjár tók gildi árið 2005 þar sem m.a. er kveðið á um að skylt sé að skrá og einstaklingsmerkja öll hross eldri en 10 mánaða. Í byrjun voru hross fædd fyrir árið 2003 undanþegin merkingarskyldu en nú hefur sú undanþága verið felld úr gildi. Hross sem fædd eru árið 2008 og síðar skulu vera örmerkt en frostmerki eru viðurkennd í eldri hrossum, að því gefnu að þau séu læsileg.

Myndir frá „Svellkaldar konur“ 2010

15.03.2010
Fréttir
Dagur Brynjólfsson áhugaljósmyndari mætti með myndavélina í Skautahöllina á laugardaginn og tók fjöldan allan af myndum.

Glæsilegt mót "Svellkaldar konur"

15.03.2010
Fréttir
Ístöltsmót kvenna „Svellkaldar konur“ 2010 fór fram í Skautahöllinni í Laugardal síðasta laugardag, 13.mars. Mótið tókst í alla staði vel, undirbúningur og framkvæmd til fyrirmyndar hjá undirbúningsnefndinni sem allar störfuðu í sjálfboðavinnu.

Opið bréf frá Létti

15.03.2010
Fréttir
Stjórn LH hefur tekið þá ákvörðun, eftir lýðræðislega atkvæðagreiðslu innan stjórnar LH, að landsmót hestamanna árið 2012 verði haldið í Reykjavík. Hefur sú ákvörðun vakið upp miklar deilur meðal hestamanna og óvægin skrif hafa birst á spjallsíðum hestamanna.

Ályktanir vegna LM2012

15.03.2010
Fréttir
Undirritaðir stjórnarmenn hestamannafélaganna Dreyra, Faxa, Geisla, Glæsis, Grana, Háfeta, Hornfirðings, Kóps, Léttfeta, Ljúfs, Loga, Mána, Neista, Sindra, Skugga, Sleipnis, Smára, Snarfara, Snæfaxa, Stíganda, Storms, Svaða, Trausta, Þjálfa, Þráins og Þyts mótmæla því harðlega að stjórn L.H. hrófli við því mynstri sem verið hefur við lýði varðandi staðsetningu Landsmóta allt frá upphafi þeirra en það mynstur hefur byggst á því að mótin hafa verið haldin á landsbyggðinni og til skiptis á norður- og suðurlandi.

Frábærar sýningar á Svellköldum

15.03.2010
Fréttir
Stórglæsilegt ístöltsmót kvenna fór fram í Skautahöllinni í Laugardal í gær. Þar þreyttu hundrað þáttakendur keppni og mátti sjá frábærar sýningar í öllum flokkum. Keppt var í liðakeppni og þar var bleika liðið hlutskarpast, en dregið var í liðin af handahófi úr öllum flokkum.

Æskan og hesturinn - Akureyri

15.03.2010
Fréttir
Æskulýðsnefnd Léttis óskar eftir krökkum sem hafa áhuga á að taka þátt í sýningunni Æskan og hesturinn sem fram fer á Sauðárkróki 1 maí.