Fréttir: Desember 2010

Til formanna hestamannafélaga og formanna nefnda LH

15.03.2010
Fréttir
Á stjórnarfundi LH 12.mars síðastliðinn var tekin sú ákvörðun að boða formenn hestamannafélga og formenn nefnda LH til fundar 26.mars næskomandi í húsakynnum ÍSÍ við Engjaveg kl 13:00.

Viðar og Tumi sigurvegarar

12.03.2010
Fréttir
Það var sannkölluð veisla í Ölfushöllinni í gær þegar keppt var í gæðingafimi í Meistaradeild VÍS. Það var hinn knái Viðar Ingólfsson, Frumherja, á Tuma frá Stóra-Hofi sem bar sigur úr býtum. Eftir forkeppni voru Viðar og Þorvaldur Árni Þorvaldsson, Top Reiter, á Golu frá Prestsbakka jafnir efstir með einkunnina 7,01. Í þriðja sæti eftir forkeppni var Jakob S. Sigurðsson, Frumherja, á Blæ frá Hesti með einkunnina 6,94.

KEA-mótaröðin

12.03.2010
Fréttir
Þriðja kvöldið var haldið í gær í KEA mótaröðinni. Mótið gekk vel fyrir sig og var ágætis þátttaka. Áhorfendur skemmtu sér vel við að horfa á fallega alhliðahesta.   Þorbjörn Hreinn sigraði B-úrslitin á Tý frá Litla Dal með einkunnina 6,10. Mikil spenna var í A-úrslitunum og sigraði Baldvin Ari Guðlaugsson að lokum á Orradótturinni Krækju frá Efri-Rauðalæk með einkunnina 7,05.   Eftir kvöldið er Ásdís Helga orðin efst með 21 stig en fast á hæla hennar kemur Viðar Bragason með 20 stig og þá Baldvin Ari með 18 stig.

Uppfærðir ráslistar - Svellkaldar konur

12.03.2010
Fréttir
Hér að neðan birtast uppfærðir ráslistar eins og þeir standa núna. Munið að afskráningar og breytingar skulu sendast á skjoni@simnet.is eins fljótt og auðið er. Á þessum lista má líka sjá í hvaða liði hver knapi er, en hvert lið er einkennt með lit. Knapar eru hvattir til að einkenna sig með sínum liðs lit, t.d. með hálsklút, flík, slaufu á ístaðið eða eitthvað slíkt. Það lið sem fær flest stig fær sér verðlaun og um að gera að fylgjast með hverjar eru saman í liði og hvetja sína félaga!

Miðasala Landsmóts 2010 fer vel af stað

11.03.2010
Fréttir
Um 60% þeirra sem keypt hafa miða á netinu eru Íslendingar og má leiða að því líkum að það sem rekur landann áfram sé að festa sér hjólhýsastæði með aðgengi að rafmagni en um 300 stæði eru í boði á Vindheimamelum.  Þegar er búið að selja hátt í 1/3 af stæðunum á þessum fyrstu dögum miðasölunnar og fer stúkusalan einnig vel af stað.

Fréttatilkynning - Fákar og Fjör

11.03.2010
Fréttir
Af óviðráðanlegum orsökum hefur verið ákveðið að stórsýningin Fákar og Fjör sem átti að fara fram í Top Reiter höllinni á Akureyri 10 apríl n.k. verði haldin viku síðar eða laugardaginn 17. apríl.

Dagskrá fyrir "Svellkaldar konur" 2010

11.03.2010
Fréttir
DAGSKRÁ: Kl. 17:00 Minna vanar – forkeppni Kl. 17:40 Meira vanar – forkeppni Kl.19:00 Opinn flokkur – forkeppni

Æskan & hesturinn í Kastljósinu í kvöld

11.03.2010
Fréttir
Stórsýningin Æskan & hesturinn 2010 verður um helgina í Reiðhöllinni í Víðidal. Eins og venja er, verða tvær sýningar hvorn daginn, kl. 13 og kl. 16. Frítt er inn meðan húsrúm leyfir.

Ráslistar á Svellkaldar 2010

11.03.2010
Fréttir
Nú hefur verið dregið um rásröð á Svellköldum 2010 og birtist hún hér að neðan. Dagskrá mótsins verður kynnt fyrir helgi, en mótið hefst kl. 17 á laugardaginn með forkeppni í flokknum Minna vanar.