Fréttir: Desember 2010

Hrossanámskeið LBHÍ

08.01.2010
Fréttir
Endurmenntun LbhÍ kynnir ykkur nú námskeið á vorönn er lúta að hestamennsku og eru komin á skrá. Mikilvægt er ávallt að skrá sig um viku fyrir dagsett námskeið til að tryggja sér sæti og staðfesta svo í framhaldi. Að jafnaði er krafist greiðslu á staðfestingargjaldi fyrir námskeið og svo sendur greiðsluseðill fyrir afgang námskeiðsgjalds eftir námskeiðið. Margir starfs- og endurmenntunarsjóðir stéttarfélaga koma að niðurgreiðslu vegna þátttöku á námskeiðum, m.a. Starfsmenntasjóður bænda (sem búa á lögbýlum).

Skýrsla Samgöngunefndar 2009

07.01.2010
Fréttir
Skýrsla samgöngunefndar LH er nú aðgengileg á heimasíðunni. Einnig er að finna umsóknir og úthlutanir reiðvegafés fyrir árið 2009 ásamt fjárheimildum ársins 2009. Skýrslurnar er að finna undir Ýmsilegt -  Reiðvegir

Mótaskrá LH 2010

06.01.2010
Fréttir
Mótaskrá Landssambands hestamannafélaga 2010 er nú hægt að sjá hér á síðunni. Á forsíðunni, hægra megin, er að finna tengilinn Mótaskrá 2010. Mótaskránna er einnig hægt að skoða hér.

Á döfinni hjá Hrossaræktarsamtökum Suðurlands

04.01.2010
Fréttir
Nú er vetrardagskráin hjá Hrossaræktarsamtökum Suðurlands farin að skýrast og hér fyrir neðan má sjá helstu viðburði: