Fréttir: Desember 2024

Tveir dagar í Norðurlandamót

06.08.2024
Nú eru tveir dagar í að Norðulandamótið í hestaíþróttum hefjist. Undirbúningur hefur gengið vel og samkvæmt landsliðs þjálfurunum Heklu Katharínu og Sigurbirni er létt og skemmtileg stemmning í hópnum. Landslið íslands á mótinu er skipað 20 keppendum, 15 í ungmennaflokk og 5 Í fullorðinsflokk. Flestir keppandanna eru á láns hestum og hafa þeir haft mismikinn tíma til að kynnast þeim, en í dag hefjast æfingar á vellinum og verður spennandi að sjá hvernig þær eiga eftir að ganga.

Samantekt að loknu Íslandsmóti fullorðinna og ungmenna 2024

31.07.2024
Dagana 25-28 júlí fór Íslandsmótið í hestaíþróttum fram á félagssvæði hestamannafélagsins Fáks í Víðidal. Mótssvæðið var í stórgóðu standi eftir Landsmót sem haldið var þar einungis nokkrum vikum fyrr og ljóst á frammistöðu margra hesta og knapa á mótinu að formkúrvan hefur legið uppávið frá því á Landsmóti.

Íslandsmót ungmenna & fullorðinna hefst í Víðidalnum á morgun

24.07.2024
Íslandsmót ungmenna & fullorðinna hefst á morgun fimmtudaginn 25. júlí kl. 12:00 á keppni í fjórgangi. Það er ljóst að fremstu knapar okkar eru á leið í Víðidalinn með sterkustu og fljótustu hesta landsins til að etja kappi um Íslandsmeistaratitla þessa árs og keppt verður í fjórgangi, fimmgangi, slaktaumatölti, tölti, flugskeiði, 150m skeiði, 250m skeiði og gæðingaskeiði.

Landslið Íslands á norðurlandamótinu í Herning

24.07.2024
Norðurlandamótið í hestaíþróttum fer fram í Herning í Danmörku dagana 8-11 ágúst.

Glæsilegu og afar spennandi Íslandsmóti lokið

22.07.2024
Hestamannafélagið Hörður í Mosfellsbæ bauð uppá frábæra aðstöðu og glæsilegt Íslandsmót barna og unglinga. Mótið var það fjölmennasta sem hefur verið haldið. Veðrið lék við mótsgesti að mestum hluta og mörg pör áttu frábærar sýningar. Mótið heppnaðist vel, var afar jafnt og spennandi en margsinnis varð að grípa til dómara úrskurðar um hver hlyti Íslandsmeistaratitilinn. Þátttakendur eiga lof skilið fyrir íþróttamannslega framkomu og fallega reiðmennsku. Dagurinn í dag var hreinn úrslitadagur og hófst á keppni í fjórgangi unglinga. Þar var keppnin geysilega hörð o

Dásamlegur sumardagur á Íslandsmóti Barna og Unglinga

20.07.2024
Dagurinn í dag var sannkallaður sumardagur hér á Varmárbökkum, þar sem keppendur og áhorfendur nutu sín í blíðskaparveðri. Forkeppni í Gæðingakeppni var fyrst á dagskrá en eftir hádegi hófust B-úrslit fyrst í fimmgangi unglinga þar sem Elva Rún Jónsdóttir og Pipar frá Ketilsstöðum voru hlutskörpust með 6,12 í einkunn og keppa því til úrslita á morgun. Þá tóku við B úrslit í fjórgangi í barna og unglingaflokki. Í barnaflokki var það Emma Rún Arnardóttir og Tenór frá Litlu-Sandvík sem tyggðu sig inn á A úrslit og unglingaflokki voru það þau Kristín Eir Hauksdóttir Holake og Þytur frá Skáney sem mæta aftur á morgun.

Frábær stemning á Íslandsmóti barna og unglinga

19.07.2024
Íslandsmót barna og unglinga hefur farið vel af stað. Aðstæður á Varmárbökkum, félagssvæði Harðar í Mosfellsbæ eru eins og best verður á kosið. Þegar hafa margar glæsilegar sýningar átt sér stað. Forkeppni í fjórgangi í Barnaflokki og Unglingaflokki er lokið sem og forkeppni í Fimmgangi í Unglingaflokki. Í gærkvöldi fóru svo fram keppni í gæðingarlist og voru þar fyrstu Íslandsmeistararnir krýndir. Í barnaflokki voru það þau Viktoria Huld Hannesdóttir Þinur frá Enni sem stóðu uppi sem sigurvegar með 6,23 í einkunn. Í unglingaflokk voru það þau Elísabet Líf Sigvaldadóttir og Fenrir frá Kvistum sem sigruðu með 7,13 í einkunn. 

Síðasti skráningardagur fyrir Íslandsmót er í dag

19.07.2024
Í dag er síðasti skráningardagur á Íslandsmót fullorðinna og ungmenna í hestaíþróttum sem haldið verður í Víðdal í næstu viku. Það er Hestamannafélagið Fákur sem heldur mótið dagana 24.júlí – 28.júlí. Þátttökurétt eiga þau pör sem hafa náð lágmörkum í hverri grein á þessu ári ekki síðar en 19. júlí en þá lýkur skráningu á mótið. Pör sem náð hafa lágmörkum í hringvallagreinum í fullorðinsflokki og ungmennaflokki hafa heimild til að taka þátt á mótinu. Lágmörk gilda einnig í skeiðgreinum, 100m, 150m, 250m og gæðingaskeiði. Í Gæðingalist eru það fyrir 15 sem skrá sig. Víðidalurinn mun án efa skarta sínu fegursta og það verður spennandi að fylgjast með bestu hestum og knöpum landsins etja þar kappi. Skráning er hafin og lýkur 19. júlí kl 23:59. Skráningagjald í hverja grein eru 15.000kr. Skráning fer fram í sportfeng og velja þar Fák sem mótshaldara.

Áhugamannamót Íslands fer fram á Akranesi

19.07.2024
Áhugamannamót Íslands fer fram dagana 9.-11. ágúst á Æðarodda félagssvæði Dreyra. Þátttökurétt hafa allir sem náð hafa 22 ára aldri og hafa ekki keppt í meistaraflokki í íþróttakeppni á síðastliðnum 5 árum. Á sama tíma fer fram Opið íþróttamót Dreyra. Undirbúningur er í fullum gangi og tínast styrktaraðilar í hús hver af öðrum. Þeir sem hafa áhuga að að styrkja mótið mega endilega setja sig í samband við Magnús Karl Gylfason: magnusgylfa@gmail.com