Fréttir: Febrúar 2009

Hestamenn! Sumarnámskeið 2009

20.02.2009
Fréttir
Sumarið 2009 verður boðið upp á námskeið í Reiðmennsku og Sögu hestsins við Hólaskóla - Háskólann á Hólum. Námskeiðið er opið þeim sem hafa lokið stúdentsprófi og hafa grunnþekkingu í meðhöndlun hesta og reiðmennsku. Áfangarnir eru hluti af sameiginlegri námsbraut til BS prófs í Hestafræði við Hólaskóla - Háskólann á Hólum og Landbúnaðarháskóla Íslands.

Hýruspor; – Félag um hestatengda þjónusta á Norðurlandi vestra

20.02.2009
Fréttir
Nýlega voru stofnuð samtök um hestatengda þjónustu á Norðurlandi vestra. Hafa samtökin hlotið nafnið Hýruspor. Markmið samtakana er: ·Að fjölga ferðamönnum sem sækja hestatengda ferðaþjónustu á Norðurlandi vestra (Skagafirði og Húnavatnssýslum)og efla um leið afleidda þjónustu (gistingu, veitingar o. s. frv.)

Hestamenn ath!!!

20.02.2009
Fréttir
Nú er allt í járnum Nú er lag að læra að járna. Því minnum við ykkur á að skrá ykkur á járninganámskeiðið sem Óskar Jóhannsson heldur fyrir Hestamannafélagið Sörla nú um helgina lau. 21. og sun. 22. febrúar. Skráning hjá Magnúsi á Sörlastöðum í síma 897 2919 eða með tölvupósti á netfangið sorli@sorli.is   Fræðslunefnd Sörla

Eyjó efstur í Meistaradeild VÍS

20.02.2009
Fréttir
Eyjólfur Þorsteinsson er ennþá efstur í einstaklingskeppni Meistaradeildar VÍS þegar tveimur mótum er lokið. Hann var efstur í fyrsta mótinu, Smala, og í sjötta sæti í fjórgangi í gærkvöldi. Hann er með 17 stig alls.

Siggi hélt Suðra á toppnum

20.02.2009
Fréttir
Sigurður Sigurðarson á Suðra frá Holtsmúla varð efstur í fjórgangi á öðru móti Meistaradeildar VÍS í gærkvöldi. Sigurður sigraði einnig í þessari grein í fyrra, þá á Yl frá Akranesi.

Alþjóðlegir íþróttadómarar ath!!

19.02.2009
Fréttir
LH er að kanna áhuga þeirra sem eiga möguleika á að dæma heimsmeistaramótið fyrir hönd Íslands í sumar. Mótið er haldið í Sviss dagana 3. – 9.ágúst 2009

Meistaradeild VÍS - fjórgangur í kvöld

19.02.2009
Fréttir
Frá Meistaradeild VÍS: Mikil spenna er fyrir öðru móti Meistaradeildar VÍS sem fer fram í kvöld en þar verður keppt í fjórgangi. Margar þekktar stjörnur munu þar berjast og nýjar koma fram.

Ráðleggur Tryggva að mæta ekki

18.02.2009
Fréttir
Baldvin Ari Guðlaugsson handhafi Ormsbikarsins eftirsótta, sem er veittur fyrir sigur í tölti á Ístölt Austurland, er ekki af baki dottinn. Hann er bjartsýnn fyrir keppnina á laugardaginn og segist taka stefnuna á að vinna allar greinarnar þrjár, A-flokk, B-flokk og tölt.

Frá hestamannafélaginu Fáki

18.02.2009
Fréttir
*Í kvöld verður Guðmundur Arnarsson reiðkennari í Reiðhöllinni og leiðbeinir Fáksfélögum. Eins og venjulega er reiðkennslan á milli klukkan átta og tíu um kvöldið. Frí þjónusta - um að gera að nýta sér því alllar leiðbeiningar sem gera okkur að betri hestamönnum eru vel þegnar.