Fréttir: Mars 2010

Til formanna hestamannafélaga og formanna nefnda LH

23.03.2010
Fréttir
Á stjórnarfundi LH 12.mars síðastliðinn var tekin sú ákvörðun að boða formenn hestamannafélga og formenn nefnda LH til fundar 26.mars næstkomandi í húsakynnum ÍSÍ við Engjaveg kl 13:00.

Úrtaka "Allra sterkustu"

23.03.2010
Fréttir
Úrtaka fyrir „Allra sterkustu“ verður haldin föstudaginn 26.mars kl.20:00 í Skautahöllinni í Laugardal. 8-10 efstu hestum í úrtöku verður boðið að taka þátt í Ístölti „Allra sterkustu“ sem fer fram 3.apríl. Þar mæta til leiks glæsilegir töltarar og margir af fremstu knöpum landsins.

Opið Karlatölt Andvara föstudaginn 26. mars

22.03.2010
Fréttir
Skráning fer fram þriðjudaginn 23. mars. Skráningargjöld eru aðeins 2.000 krónur og fer skráningin fram í félagsheimili Andvara þiðjudaginn 23. mars frá kl. 19-21.

Bændur fylgist með öskufalli

21.03.2010
Fréttir
Halldór Runólfsson yfirdýralæknir segir að bændur þurfi að fylgjast  vel með því hvort þeir verði varir við öskufall með tillit til velferðar búfjár. Enn sem komið er hefur öskufall verið lítið.

100 dagar í Landsmót 2010

19.03.2010
Fréttir
Hér er mikið tamið og þjálfað, frá morgni til kvölds. Við erum með 40 hross á járnum,hryssur, graðhesta og eitthvað af geldingum“ segir Ævar Örn Guðjónsson sem rekur hestamiðstöðina Hestar ehf á Kjóavöllum í Garðabæ.

Stjörnutölt Akureyri 2010

19.03.2010
Fréttir
Nú er allt tilbúið fyrir Stjörnutölt. Frábærir hestar mæta til leiks og verður sýningin skemmtileg og spennandi

Námskeið um bygginga – og hæfileikadóma hrossa!

18.03.2010
Fréttir
Endurmenntun Landbúnaðarháskóla Íslands  býður fram eftirfarandi námskeið í samstarfi við Hrossaræktarsamtök Eyfirðinga og Þingeyinga: Bygging hrossa. Markmið með námskeiðinu er að bjóða upp á ítarlega fræðslu um byggingu hrossa og hvaða atriði er verið að meta þegar hver eiginleiki byggingar er dæmdur.

Íþrótta- og Gæðingadómarar!

18.03.2010
Fréttir
Þeir íþrótta- og gæðingadómarar sem hafa áhuga á að dæma "stóru" mótin sem framundan eru vinsamlegast sendið inn umsókn á netfangið lh@isi.is fyrir 1.apríl nk.

Hestadagar í Reykjavík

17.03.2010
Fréttir
Viðburðurinn Hestadagar í Reykjavík verður haldinn árlega í Reykjavík frá og með mars á næsta ári en Borgarstjórn Reykjavíkur samþykkti á fundi sínum í gær tillögu þess efnis.  Segir borgarstjórn að með þessu sé stigið mikilvægt skref í kynningu á íslenska hestinum í vetrarbúningi.