Fréttir: Mars 2025

Fundur með hestamannafélögum á Norður -og Austurlandi

10.03.2025
Laugardaginn 22. febrúar fóru fulltrúar úr stjórn LH ásamt formanni norður á Akureyri þar sem góður fundur var haldinn með stjórnaraðilum hestamannafélaga á svæðinu; Skagfirðing, Neista, Létti, Funa, Hring og Freyfaxa. Farið var yfir ýmis mál sem efst eru á baugi hjá LH, samskipti LH við félögin, Landsmót á Hólum, Stefnumótun LH og helstu mál hjá hestamannafélögunum. Skipst var á skoðunum og mikið rætt um landsliðsmál, æskulýðsmál, keppnismál og hvernig við viljum þróast í framtíðinni.