Fréttir: Júní 2017

Skráningu lýkur í kvöld á Íslandsmót WR

27.06.2017
Fréttir
Íslandsmót WR fullorðna verður haldið á Rangárbökkum við Hellu dagana 6-9.júlí 2017. Skráning er hafin og stendur til miðnættis þriðjudagsins 27.júní 2017.

Nokkrar ferðir eftir

23.06.2017
Mikið eftirspurn hefur verið eftir ferðum með Úrval Útsýn á heimsmeistaramótið í Hollandi síðustu daga og er sætum farið að fækka verulega.

Íslandsmót WR

22.06.2017
Íslandsmót WR fullorðna verður haldið á Rangárbökkum við Hellu dagana 6-9.júlí 2017. Skráning er hafin og stendur til miðnættis þriðjudagsins 27.júní 2017.

Níu knapar komnir í landsliðið

12.06.2017
Fréttir
Eftir úrtökumót landsliðsnefndar og Spretts um liðna helgi, hafa fimm knapar tryggt sér sæti í íslenska landsliðinu í hestaíþróttum sem fer á HM í Oirschot í Hollandi í ágúst, samkvæmt lykli að vali í landsliðið sem landsliðsnefnd LH gefur út hverju sinni. Fjórir heimsmeistarar frá HM2015 verja titil sinn.

FM2017 í Borgarnesi

09.06.2017
Fjórðungsmót Vesturlands verður haldið í Borgarnesi 28. júní til 2. júní 2017. Í gæðingakeppni eiga keppnisrétt félagar í hestamannafélögum á Vesturlandi, á Vestfjörðum, í Húnavatnssýslum og í Skagafirði.

WR Íþróttamót og úrtaka - uppfærð dagskrá

08.06.2017
Fréttir
Uppfærð dagskrá: Nú liggur fyrir dagskrá fyrir WR Íþróttamót Spretts og úrtöku fyrir HM sem haldið verður daganna 7. til 11. júni n.k. WR íþróttamót Spretts hefst fimmtudaginn 8. júni kl. 16:00 og lýkur sunnudaginn 11. júní kl 18:00.

Úrslit dagsins - Úrtaka fyrir HM2017

07.06.2017
Fréttir
Eftir frábæran dag í Spretti er fyrri umferð í Úrtöku fyrir HM 2017 nú lokið. Dagurinn hefur gengið mjög vel, flottar sýningar, fallegir hestar og flottir knapar.

Mótsstjóri ráðinn á LM2018

06.06.2017
Stjórn Landsmóts 2018 ehf. hefur ráðið Þórdísi Önnu Gylfadóttur sem mótsstjóra Landsmóts hestamanna sem fram fer í Reykjavík 1.-8. júlí 2018.

Úrtaka fyrir HM 2017 – dagskrá og ráslistar

04.06.2017
Fréttir
Spennan magnast því á miðvikudaginn 7 júni hefst úrtaka fyrir HM 2017. Úrtakan verður haldin á mótasvæði Spretts, Samskipavellinum, í Kópavogi og Garðabæ.