Fréttir: September 2009

Kraftur - Síðasti spretturinn í almenna sýningu á morgun

30.09.2009
Fréttir
Hátt í eitt þúsund manns víðsvegar að úr heiminum hafa skráð sig á aðdáendasíðu heimildarmyndarinnar Kraftur - Síðasti spretturinn. Uppselt er á frumsýningu í kvöld en myndin fer í almenna sýningu á morgun.

Ráðstefna Æskulýðsfulltrúa hestamannafélaga

29.09.2009
Fréttir
Æskulýðsnefnd LH boðar til ráðstefnu um æskulýðsmál (fræðslu og öryggismál) laugardaginn 10. október n.k. kl.10:00 - 18:00 Íþróttamiðstöðinni í Laugardal.

Tunguréttir í Svarfaðardal

29.09.2009
Fréttir
Laugardaginn 3.október verða haldnar stóðréttir á Tungurétt í Svarfaðardal. Réttarstörf hefjast kl 13:00 en stóðið verður rekið frá Stekkjarhúsi milli kl 10:00 og 11:00. Búast má við um 100 hrossum og án efa þónokkuð af efnilegum framtíðar gæðingum.

FEIF fréttir

24.09.2009
Fréttir
Hér má finna nýjustu fréttir frá FEIF, alþjóðleg samtök íslenska hestsins. FEIF Youth Cup 2010 verður haldið í Danmörku 10.-18.júlí í Kalø Okologiske Landbrugsskole – sem er Landbúnaðarskóli nálægt Óðinsvé í Danmörku.

Víðidalstungurétt

24.09.2009
Fréttir
Stóði Víðdælinga verður smalað föstudaginn 2.október nk. Er búist við fjölmenni. Stóðinu verður réttað í Víðidalstungurétt laugardaginn 3.október nk. Stóðið er rekið til réttar kl.10:00 og réttastörf hefjast.

Miðar á Uppskeruhátíð hestamanna rjúka út!

23.09.2009
Fréttir
Miðasala á Uppskeruhátíð hestamanna sem haldin verður 7.nóvember næstkomandi gengur glimrandi vel. Hestamenn kunna greinilega vel að meta stórlækkað miðaverð en miðinn fyrir matinn og ballið kostar aðeins 6.900 kr.

Þverárrétt og Melgerðismelarétt

23.09.2009
Fréttir
Réttað verður á Þverárrétt í Öngulsstaðadeild laugardaginn 3. október kl. 10:00 og einnig verður réttað á Melgerðismelarétt laugardaginn 3. október, rekið inn kl 13:00. Seldar verða allskyns ljúffengar veitingar.

Sölusýningar í Hrímnishöllinni

21.09.2009
Fréttir
Sölusýning í Hrímnishöllinni eða á vellinum við hana allt eftir því hvernig viðrar, 25. september sem er föstudagur í Laufskálaréttarhelgi kl. 17:00.

Skeiðfélagið Kjarval

21.09.2009
Fréttir
Föstudaginn  25. september kl. 17.00 heldur Skeiðfélagið Kjarval  opið skeiðmót á svæði hestamannafélags Léttfeta, Fluguskeiði á Sauðárkróki.