Fréttir: 2013

Keppnistilsögn fyrir Íslandsmót

03.07.2013
Fréttir
Léttir býður öllum þeim krökkum sem hafa áhuga á að keppa á Íslandsmóti yngri flokka upp á fría tilsögn fyrir mótið mánudaginn 8. og þriðjudaginn 9. júní kl. 20:00 á Hlíðarholtsvelli.

Melgerðismelar - fundarboð

02.07.2013
Fréttir
Stjórn Melgerðismela s.f. boðar til fundar á Melgerðismelum mánudaginn 08.júlí kl. 20:30.

Íslandsmót yngri flokka 2013: Orðsending til keppenda

02.07.2013
Fréttir
Íslandsmót yngri flokka verður haldið á Akureyri 18. – 21. júlí. Huga þarf að mörgu áður en lagt er af stað í svona mót og því viljum við benda knöpum á að gera eftirfarandi...

Íslandsmót fullorðinna

01.07.2013
Fréttir
Nú styttist í það að Íslandsmót fullorðinna í hestaíþróttum hefjist. Skráning stendur nú yfir en frestur til að skrá sig til leiks rennur út 2. júlí, eða að kvöldi þriðjudags.

Dagskrá og ráslistar Sumarsmells

28.06.2013
Fréttir
Sumarsmellur Harðar hefst í dag föstudaginn 28.júní kl. 14:00 á fjórgangi meistara. Á ráslistunum má sjá að mótið verður sterkt og spennandi fram á síðustu úrslit!

Minningarsjóður Ólafs E. Rafnssonar

28.06.2013
Fréttir
Ólafur Eðvarð Rafnsson forseti ÍSÍ sem varð bráðkvaddur þann 19. júní s.l. verður jarðsunginn frá Hallgrímskirkju fimmtudaginn 4. júlí klukkan 15:00. Erfidrykkja verður haldin í Íþróttamiðstöð Hauka að Ásvöllum að lokinni athöfn.

Kappreiðar Geysis

28.06.2013
Gaddstaðaflötum

FM á Austurlandi fór vel fram

25.06.2013
Fréttir
Fjórðungsmót á Austurlandi fór vel fram um liðna helgi á Fornustekkum við Hornafjörð. Öll hestamannafélög frá Eyjafirði í Hornafjörð höfðu þátttökurétt á mótinu. Hér fyrir neðan má sjá öll úrslit mótsins, bæði í gæðingakeppninni, töltinu og kynbótasýningunni.

Liðsstjóri hvetur knapa á lokamót fyrir val

25.06.2013
Fréttir
Þeir knapar sem tóku þátt í HM-úrtöku á dögunum eru hvattir til að taka þátt í íþróttamótinu í Herði um næstu helgi. Athugið að þetta er síðasta mótið áður en lokaval landsliðsins verður tilkynnt. Þeir knapar sem þegar hafa tryggt sér sæti í liðinu eru einnig hvattir til að taka þátt í mótinu sem hluta af þjálfunarferli knapa og hests fram að HM.