Fréttir: 2014

Bikarkeppni LH

20.04.2014
Fréttir
Bikarkeppni LH mun fara fram 23. – 24. apríl næstkomandi í reiðhöllum hestamannafélaganna Fáks og Spretts. Fyrri daginn verður forkeppni á báðum stöðum en seinni daginn munu öll úrslit fara fram í nýrri glæsilegri reiðhöll Spretts. Keppt verður í T3, V2 og F2 í fullorðins-, og ungmenna- og unglingaflokki.

Opið íþróttamót Mána - skráningu lýkur á miðnætti í kvöld

19.04.2014
Fréttir
Hestamannafélagið Máni heldur Opið íþróttamót Mána sem fer fram helgina 25.-27. apríl nk. Máni hefur undanfarin ár haldið Opið íþróttamót í lok apríl. Mótið hefur verið vel sótt þar sem þetta er fyrsta opna íþróttamót keppnistímabilsins á Suðvestuhorninu.

Gleðilega páska!

16.04.2014
Fréttir
Skrifstofa LH verður lokuð á skírdag, föstudaginn langa og á annan í páskum. Venjulegur opnunartími verður á skrifstofunni þriðjudaginn 22. apríl. Athugið að svo verður aftur lokað á sumardaginn fyrsta.

Æskulýðsmót Léttis og Líflands

16.04.2014
Fréttir
Æskulýðsmót Léttis og Líflands verður laugardaginn 19. apríl næst komandi. Mótið er opið og hefst stundvíslega kl 9:00. Skráning er hafin í Líflandi og er skráningargjald 1000 kr. fyrir fyrstu skráningu og 500 kr. fyrir aðra skráningu. Ekki verður hægt að greiða skráningargjald með korti.

Íþróttamót Harðar

16.04.2014
Fréttir
Íþróttamót Harðar verður haldið 2-4 maí næstkomandi. Skráning hefst 17. apríl og henni lýkur 29. april næstkomandi.

Opið æfingamót í TREC

14.04.2014
Fréttir
Opið æfingamót í Trec þrautabraut verður haldið í Sprettshölinni, þriðjudaginn 15.apríl kl. 16:00 – 18:00. Dómarar munu gefa einkun og umsögn fyrir hverja þraut.

Lokað fram að hádegi í dag

14.04.2014
Fréttir
Skrifstofa LH verður lokuð fram að hádegi í dag, mánudaginn 14. apríl.

Fyrsta TREC mót Funa

11.04.2014
Fréttir
Hestamannafélagið Funi hóf kennslu í TREC í vetur í Melaskjóli, inniaðstöðu Funa á Melgerðismelum. Námskeiðinu var skipt upp í TREC-1 og TREC-2 og um síðustu helgi var sett á keppni í þrautahluta TREC í tilefni þess að fyrrihluta námskeiðsins var lokið.

Notkun stangaméla með tunguboga í keppni brýtur í bága við lög um dýravelferð

11.04.2014
Fréttir
Á opnum fundi um velferð íslenska hestsins í gærkvöldi kom fram í máli Sigurborgar Daðadóttur yfirdýralæknis að notkun stangaméla með tunguboga í keppni væri andstæð nýjum lögum um dýravelferð, en þau tóku gildi um síðustu áramót.