Fréttir: 2009

Synir Svönu enn á toppnum

08.08.2009
Fréttir
Jens Einarsson: Yfirlitssýningum kynbótahrossa er lokið á HM09. Allmörg hross bættu einkunn sína dálítið. Bræðurnir frá Dal í Danmörku, synir Svöni frá Neðra-Ási, eru enn á toppnum og Kvika frá Forstwald er þriðja efsta kynbótahrossið og efst hryssna. Magnús frá Dal er hæstur bæði í aðaleinkunn og fyrir hæfileika. Knapi á honum var Agnar Snorri Stefánsson.

Þórarinn kominn í A úrslit í tölti

08.08.2009
Fréttir
Jens Einarsson: Þórarinn Eymundsson á Krafti frá Bringu fékk sárabót þegar hann komst í B úrslit í tölti eftir úrfall annarra keppenda. Hann nýtti tækifærið vel og vann slaginn. Hann mun því keppa í A úrslitum á morgun og er til alls líklegur. Yoni Blom, Hollandi á Týrson frá Saringhof vann B úrslit í slaktaumatölti og þar með farmiðann upp í toppslaginn.

Óbreytt staða fljótustu hesta í 250 m skeiði

08.08.2009
Fréttir
Jens Einarsson: Tveir hestar bættust í hóp vekringa undir 23,0 sekúndum í rigningunni í dag. Malu Logan, Danmörku, á Skyggni frá Stóru-Ökrum, Galsasyni frá Sauðárkróki, fór á 22,28 sekúndum og skaust upp í sjötta sæti. Thomas Haag, Sviss, á Risa frá Schloß Neubronn hljóp á 22.79 sekúndum og er í ellefta sæti.

Mikið djöfull getur hann rignt

08.08.2009
Fréttir
Jens Einarsson Veðurspáin frá því í gær rættist og það rúmlega. Þrumur og eldingar – og þvílík úrhellis rigning að annað eins hafa Íslendingar varla séð. Jafnvel ekki þeir sem aldir eru upp á Suð-Austurlandi. Á nokkrum mínútum flóði mótssvæðið á HM í vatni. Lækir runnu eftir keppnisvöllum og áin, sem var yndisleg lítil spræna í gær, varð að mórauðu fljóti á svipstundu.

Svíar og Danir upp í A úrslit í fjór- og fimmgangi

08.08.2009
Fréttir
Jens Einarsson: Stian Petersen og Tindur frá Varmalæk náðu sér á strik í B úrslitum í fimmgangi og stóðu uppi í lokin með farmiða yfir í lokaslaginn. Íslenski keppandinn, Haukur Tryggvason á Baltasar frá Freyelholf var ekki nógu öruggur með sig og hafnaði í níunda sæti.

Þórði Þorgeirssyni vikið úr landsliðinu

08.08.2009
Fréttir
Jens Einarsson: Þórði Þorgeirssyni hefur verið vikið úr íslenska landsliðinu fyrir brot á reglum um notkun áfengis. Hann sat ekki Kjarna frá Auðsholtshjáleigu í yfirliti stóðhesta í dag, en Sigurður V. Matthíasson tók hans stað. Einar Öder Magnússon, liðstjóri, segir að þetta hafi verið þrautalending. Þórður hafi ekki virt reglur um áfengisbann. Þær séu skýrar.

Tólf hestar undir 23,0 sekúndum

07.08.2009
Fréttir
Jens Einarsson: Fimm hestar hlupu undir 22,0 sekúndum í tveimur fyrri sprettum í 250 m skeiði á HM09. Sjö til viðbótar fóru undir 23 sekúndum. Sem sagt: Tólf hestar undir 23 sekúndum á sömu kappreiðunum. Ótrúlegur árangur. Fjórir af fimm knöpum á fljótustu hestunum eru Íslendingar.

Jóhann varði titilinn

07.08.2009
Fréttir
Jens Einarsson: Úrslit í fjórgangi fóru að mestu eftir fyrirframgefinni uppskrift. Lena Trappe er í efsta sæti á Vaski frá Lindenhof með 7,80. Ásta Bjarnadóttir heldur áfram að koma á óvart á Dynjanda frá Dalvík. Skaust í annað sætið eins og ekkert væri með 7,60 í einkunn. Lucia Koch á Jarli frá Miðkrika er í því þriðja með 7,57.

Valdimar heldur upp heiðri Íslendinga í gæðingaskeiði

06.08.2009
Fréttir
Jens Einarsson: Valdimar Bergsstað heldur uppi heiðri íslendinga í gæðingaskeiðinu. Hann er sjöundi í röð allra keppenda með 7,38 í einkunn. Heimsmeistari ungmenna í greininni og efstur íslensku knapanna. Frábær árngur. Sprettirnir voru báðir heilir og sá seinni betri. Alveg eins og á að gera það. Teitur Árnason á Glaði frá Brattholti er í öðru sæti í ungmennaflokki og þrettándi í röð allra keppenda.