Fréttir

Stöðulistar í skeiði

14.06.2014
Fréttir
Hér eru stöðulistar í skeiði eins og þeir koma fyrir laugardaginn 14.júní. Athugið að þetta er ekki endanlegur listi, því enn eiga eftir að koma inn lögleg mót frá einhverjum mótshöldurum.

Gæðingakeppni Léttis - ráslistar

12.06.2014
Fréttir
Hér má sjá ráslista fyrir gæðingakeppni Léttis sem fram fer um helgina.

Kortasjáin stækkar

10.06.2014
Búið er að skrá í kortasjána allar reiðleiðir í Þingeyjarsýslum að Jökulsá á Fjöllum. Viðbótin nú er 308 km þannig að í heild eru komnir 10.051 km af reiðleiðum í kortasjána. Næstu verkefni verða Dalasýsla og Snæfellsnes áður en ráðist verður í að klára Norðausturland og svo Austurland.

Skrifstofa LH lokuð e.h. í dag

06.06.2014
Skrifstofa LH verður lokuð eftir hádegi í dag, föstudaginn 6. júní. Með aðkallandi erindi vinsamlegast sendið tölvupóst á lh@lhhestar.is.

Sænskir dómarar styðja bann LH

06.06.2014
Sænskir hestaíþróttadómarar hafa tekið höndum saman og staðið með LH að banna tungubogamél með vogarafli. Dómararnir skora jafnframt á FEIF að taka undir með LH og banna búnaðinn á öllum viðburðum/mótum íslenska hestsins. Þeir sendu formlegt bréf til stjórnar FEIF, sem og sport- og kynbótaleiðtoga samtakanna.

Samskip styrkja Landssamband hestamannafélaga

05.06.2014
Fréttir
Undirritaður hefur verið samstarfssamningur milli Landssambands hestamannafélaga – LH og Samskipa um stuðning við Landsmót hestamanna sem haldið verður á Hellu 30. júní – 6. júlí í sumar, ásamt stuðningi við Landslið Íslands í hestaíþróttum.

Stöðulisti í tölti T1

05.06.2014
Fréttir
Eins og staðan er í dag, fimmtudag 5. júní er 30. knapi á stöðulista í T1 með einkunnina 7,13. Enn er tími fyrir töltara til að spreyta sig á því að komast inná listann, því endanlegur stöðulisti verður birtur þann 22. júní.

RÚV í samstarf við Landsmót hestamanna

04.06.2014
RÚV og Landsmót hestamanna gerðu í dag samkomulag um samstarf varðandi Landsmót hestamanna sem fram fer á Hellu 30.júní til 6.júlí n.k. RÚV mun vera með innslög og fréttaflutning frá mótinu auk þess að sýnt verður beint frá völdum dagskrárliðum.

Hópstjóra vantar á FEIF Youth Cup

03.06.2014
Æskulýðsnefnd LH heldur alþjóðlegt æskulýðsmót á vegum FEIF á Hólum í sumar, 11. – 20.júlí, þar koma saman 78 keppendur frá aðildalöndum FEIF í þjálfun og keppni. Það vantar tvo hópstjóra (teamleader) til að halda utanum sitthvorn hópinn en krökkunum er skipt í þrettán lið og er hópsstjóri með hverjum hóp.