Fréttir

Rafræn menntaráðstefna LH í janúar 2024 með frábærum fyrirlesurum og spennandi pallborði

28.11.2023
Menntanefnd LH í samstarfi við Horses of Iceland, stendur fyrir rafrænni Menntaráðstefnu nú í janúar 2024, með frábærum kennurum og pallborðsfólki. Þema þessarar ráðstefnu er hið svokallaða „Social Licence to operate“ eða „félagslegt leyfi til ástundunar“ - sem fjallar um hinn aukinn þrýsting víðsvegar frá um hvort verjandi sé að brúka dýr og þar með hross eingöngu til ánægju okkar mannfólksins. Þessi umræða er orðin mjög áberandi víða um heim og við hestafólk (ekki síst erlendis en jafnvel á Íslandi einnig) finnum fyrir sívaxandi gagnrýni um hlutverk hrossa í okkar menningu. Þar sem okkar hestar eru þar að auki fremur smáir lendum við Íslandshestafólk jafnvel enn meira í þessari gagnrýni.

Formannafundur LH 2023

28.11.2023
Formannafundur LH var haldinn laugardaginn 18. nóvember sl. Fundinn sóttu um 60 manns frá 27 hestamannafélögum auk fulltrúa frá fastanefndum LH, dómarafélögunum og stjórn LH. Góðar og uppbyggilegar umræður urðu á fundinum sem stjórn LH tekur með sér í undirbúning Landsþings 2024.

Svipmyndir frá formannafundi og uppskeruhátíð

27.11.2023
Laugardaginn 18. nóvember síðastliðinn fór fram bæði formannafundur LH og uppskeruhátíð.  Dagurinn einkenndist af gleði og samvinnu þar sem litið var yfir farinn veg á árinu en einnig horft fram á veginn og næstu verkefni sett af stað. Hér meðfylgjandi má sjá eitt af þeim glæsilegu videoum sem Óskar Nikulásson útbjó fyrir hátíðina, þá er einnig meðfylgjandi svipmyndir frá formannafundinum og uppskeruhátíðinni.  

Fundur um aukið samstarf LH og Háskólans á Hólum

23.11.2023
Í vikunni voru lögð drög að samkomulagi á milli LH og Hólaskóla um stóraukið samstarf sem miðar að auknum stuðningi við menntun afreksknapa landsliðanna og hæfileikamótunarhóp LH. Er stefnt að því að samningur verði kláraður, kynntur og undirritaður í

Glæsileg verðlaun á uppskeruhátíðinni

23.11.2023
Á uppskeruhátíð hestamanna var nýr verðlaunagripur kynntur, hannaður af Sign. Sigurður Ingi kynnti gripinn á hátíðinni og lýsti honum svona: ,,Gripurinn Eldur stendur á bryggjuborði sem táknar það þegar lagt er af stað úr höfn hvort sem það er í ræktun, þjálfun eða keppni þar til úrslitin eru ráðin og sigurinn er í höfn. Hesturinn er úr kopar, táknar eldinn sem er einn af frumkröftum náttúrunnar og ekki síst okkar Íslendinga. Þar sem allt logar undir landi okkar, brennur einnig eldur innra með okkur. Sá eldur er það sem drífur okkur áfram og veitir okkur elju og dugnað sem þarf til að ná settu marki. Stálið í gripnum er tákn þess styrks sem þarf til að ná markmiði hvort sem styrkurinn er líkamlegur eða andlegur. Gyllta skeifan, sem táknar þá gæfu sem til þarf að allt gangi upp og gyllti liturinn endurspeglar að sigurinn er kominn í höfn.

Menntanefnd LH auglýsir netkosningu á reiðkennara ársins 2023

23.11.2023
Kosningu lýkur á miðnætti fimmtudaginn 1. desember. Það nafn sem verður fyrir valinu verður síðan sent í kosningu á vefsíðu FEIF (FEIF instructor/trainer of the year), þar sem kosið verður um einn reiðkennara frá hverju FEIF landi.

Hestamannfélagið Jökull hlaut æskulýðsbikar LH

22.11.2023
Æskulýðsbikar LH er árlega afhentur því félagi sem skara hefur þótt fram úr með sínu æskulýðsstarfi á undangengnu starfsári og hefur verið afhentur frá því 1996. Valið byggir á ársskýrslum æskulýðsnefnda félaganna, sem sendar eru inn til æskulýðsnefndar LH á haustin og hefur nefndin það verkefni að velja bestu skýrsluna.

LH félagi ársins - Sæmundur Ólafsson

22.11.2023
Stjórn LH óskaði eftir tilnefndingum frá hestamannafélögunum um félaga ársins ásamt rökstuðningi fyrir valinu. Nokkrar tilnefningar bárust sem félagsmenn höfðu síðan tækifæri til að kjósa á milli. Hlutskarpastur í kjörinu var Sæmundur Ólafsson í Fáki.

Sigrún Sigurðardóttir hlaut Heiðursverðlaun LH

20.11.2023
Fréttir
Sigrún Sigurðardóttir er borgarbarn fædd með hestadellu. Foreldrar hennar áttu hesta í Neðri-Fák og var hún mjög ung þegar hún yfirtók hesta foreldranna. Hún naut góðrar aðstoðar Gunnars Tryggva og Sigga hirðis í hestastússinnu, reið mikið út og tók þátt í félagsskap unga fólksins á svæðinu. Sigrún keppti fyrst á kappreiðum árið 1967 og vann þá á hestinum Geysi frá Garðsauka og var knapi á kappreiðum í allmörg næstu ár.