Fréttir

Áhugamannamót Íslands og Áhugamannamót Spretts. 21.-23.júlí

10.07.2023
Fréttir
Nú styttist óðfluga í Áhugamannamót Íslands og Áhugamannamót Spretts. 21.-23.júlí á félagssvæði Spretts.

Íslandsmót barna- og unglinga 2023

05.07.2023
Fréttir
Íslandsmót barna- og unglinga 2023 verður haldið á Rangárbökkum félagssvæði Geysis dagana 12.-16. júlí.

Mustad styrkir íslenska landsliðið í hestaíþróttum

05.07.2023
Fréttir
Mustad er komið í hóp aðalstyrktaraðila íslenska landsliðsins í hestaíþróttum. Kristinn Skúlason formaður landsliðs- og afreksnefndar LH og Ólafur Ó. Johnson framkvæmdastjóri ÓJ&K-ISAM skrifuðu undir samstarfssamning til tveggja ára.

Niðurstöður Íslandsmeistaramóts Fullorðinna og Ungmenna

03.07.2023
Fréttir
Spennan var í hámarki á Brávöllum um helgina þegar úrslit Íslandsmeistaramótsins fóru fram. Reiðmennskan var í hæsta gæðaflokki og sýningarnar voru hver annari betri. Fyrstur til að tryggja sér Íslandsmeistara var Benedikt Ólafsson og Leira-Björk frá Naustum III, þau eru Íslandsmeistarar ungmenna í Gæðingaskeiði með einkunnina 8,5. Fullorðinsflokkinn sigraði Elvar Þormarsson og Fjalladís frá Fornusöndum með 9,0 er þetta þriðja árið í röð sem bæði Benedikt og Elvar tryggja sér þennan titil og báðir með hærri einkunn en áður.

Þorgeir Ólafsson og Goðasteinn frá Haukagili Hvítársíðu leiða keppni í F1

30.06.2023
Fréttir
Sigurvegararnir í fimmgang á Reykjarvíkurmeistaramóti Fáks Þorgeir Ólafsson og Goðasteinn frá Haukagili Hvítársíðu halda áfram að gera vel og eru efstir eftir forkeppni í fimmgangi á Íslandsmót ungmenna og fullorðinna með 7,50 í einkunn. Fast á hæla þeirra koma svo þrír knapar sem allir hlutu 7,47 í einkunn en það eru þau Þórarinn Eymundsson og Þráinn frá Flagbjarnarholti, Sara Sigurbjörnsdóttir og Flóki frá Oddhóli og Jakob Svavar Sigurðsson og Nökkvi frá Hrísakoti. Sá fimmti inn í A úrslitin varð Teitur Árnason og Atlas frá Hjallanesi 1 með 7,37.

Jóhanna Margrét og Bárður frá Melabergi efst eftir forkeppni í V1

29.06.2023
Fréttir
Jóhanna Margrét heldur áfram að styrkja stöðu sína í fjórgangi en hún og Bárður frá Melabergi áttu stórgóða sýningu og enduðu efst í forkeppninni með 7,90. Þau eru ríkjandi Íslandsmeistarar í Fjórgangi síðustu tveggja ára.

Dagskrá Íslandsmóts fullorðinna og ungmenna

26.06.2023
Fréttir
Þá er komið að því, Íslandsmót Fullorðinna og Ungmenna fer fram á Selfossi dagana 28. júní -2. júlí. Þar munu mæta okkar sterkustu knapar enda síðustu forvöð til að tryggja sig inn í landsliðshópinn fyrir HM í Hollandi sem fer fram í ágúst.

Brottvikning knapa úr landsliðshópi LH

23.06.2023
Fréttir
Landsliðsnefnd og landsliðsþjálfari LH hafa tekið ákvörðun um að víkja Konráði Vali Sveinssyni A-landsliðknapa úr landsliðshópi LH 2023 vegna brota á aga- og siðareglum landsliðsnefndar.

Tilkynning- Breytt lágmörk í skeiðgreinum

21.06.2023
Fréttir
Keppnisnefnd LH hefur samþykkt tillögu að breyttum lágmörkum í skeiði fyrir Íslandsmót 2023 og mótshaldarar framlengja skráningarfrest út daginn í dag í þessum greinum.