Fréttir: 2019

Landsliðið á Bessastöðum

05.11.2019
Fréttir
Landsliðsnefnd LH hélt sannkallaðan uppskerudag fyrir HM-landsliðið í hestaíþróttum. Í rauðabítið var haldið í Bláa lónið þar sem liðsmenn létu fara vel um sig drjúga stund. Bláa lónið er einn af stærstu styrktaraðilum landsliðsins og er því vel við hæfi að fagna góðu gengi ársins á þessum magnaða stað.

Breytingar á skrifstofu LH

05.11.2019
Fréttir
Á skrifstofu LH starfar öflugt teymi starfsmanna en 1. nóvember urðu nokkrar breytingar. Berglind Karlsdóttir er nýr framkvæmdastjóri LH, Berglind hefur starfað sem verkefnastjóri á skrifstofunni frá því í janúar 2019. Hjörný Snorradóttir, fráfarandi framkvæmdastjóri er tekin við starfi verkefnastjóra, Hjörný hefur starfað á skrifstofunni síðan í júní 2017.

Jóhann R. Skúlason er knapi ársins

04.11.2019
Fréttir
Jóhann Rúnar Skúlason var valinn knapi ársins en hann á þrjá heimsmeistaratitla á árinu, í tölti, fjórgangi og samanlögðum fjórgangsgreinum á hestinum Finnboga frá Minni-Reykjum. Einnig á hann hæstu tölteinkunn ársins, 8,90.

Formannafundur LH og 70 ára afmæli LH

01.11.2019
Fréttir
Formannafundur LH var haldinn 1. nóvember í Íþróttamiðstöðinni í Laugardalnum. Fundurinn var vel sóttur af fulltrúum hestamannafélaga um allt land. Mesti þungi umræðna á fundinum var um nýliðun, æskulýðsstarf og félagshesthús.

Hestamannafélagið Geysir hlaut æskulýðsbikar LH

01.11.2019
Fréttir
Hestamannafélagið Geysir hlaut æskulýðsbikar LH að þessu sinni fyrir öflugt æskulýðasstarf á árinu. Karen Woodrow formaður æskulýðsnefndar LH afhenti bikarinn en það kom í hlut Katrínar Sigurðardóttur að veita bikarnum viðtöku fyrir hönd Geysis.

Uppskeruhátíðardagar í Líflandi 1. og 2. nóvember

29.10.2019
Fréttir
Vegna Uppskeruhátíðar hestamanna laugardaginn 2. nóvember býður Lífland upp á sérstaka „Uppskeruhátíðarafslætti“ á ýmsum fatnaði og hestavörum dagana 1. og 2. nóvember í versluninni á Lynghálsi 3.

Tilnefningar til knapaverðlauna og keppnishestabús ársins 2019

22.10.2019
Fréttir
Tilnefningar valnefndar LH til knapaverðlauna og fyrir keppnishestabú ársins liggja fyrir. Verðlaunin verða veitt á Uppskeruhátíð hestamanna á Hótel Sögu 2. nóvember. Miðasala á hátíðina er í fullum gangi og miðapantanir sendar á netfangið uppskeruhatidhestamanna@gmail.com.

Uppskeruhátíð hestamanna á Hótel Sögu

21.10.2019
Fréttir
Uppskeruhátíð Landssambands hestamannafélaga og Félags hrossabænda verður haldin á Hótel Sögu 2. nóvember. Húsið opnar kl. 19.00.

Keppnishestabú ársins - árangur

27.09.2019
Fréttir
Á Uppskeruhátíð hestamanna sem haldin verður þann 2. nóvember n.k. á Hótel Sögu, verður að venju verðlaunað keppnishestabú ársins.