Fréttir

Undirbúningur vegna HM úrtöku

02.04.2013
Fréttir
Hafliði Halldórsson liðsstjóri íslenska landsliðsins í hestaíþróttum kynnir námskeið dagana 6.-7. apríl n.k. fyrir áhugasama vegna þjálfunar og undirbúnings fyrir HM úrtöku. Þjálfarar verða þær Rúna Einarsdóttir og Olil Amble og hefjast námskeiðin kl. 9:00 báða dagana.

FEIF Youth Camp í Noregi 2013

02.04.2013
Fréttir
FEIF Youth Camp sumarbúðirnar verða haldnar dagana 22. – 29. júlí 2013 í vesturhluta Noregs, milli Álasunds og Moldö. Þetta eru sumarbúðir fyrir hestakrakka á aldrinum 13-17 ára á árinu og markmið þeirra er að kynna krakka frá aðildarlöndum FEIF fyrir (hesta)menningu annara þjóða og að hitta ungt fólk með sama áhugamál.

Páskatölt Dreyra - úrslit

02.04.2013
Fréttir
Páskatölt Dreyra gekk í alla staði vel fyrir sig og fór fram í blíðskaparveðri. Við óskum öllum sem voru í úrslitum til hamingju með árangurinn og þökkum öllum fyrir þátttökuna.

KVENNATÖLTIÐ haldið í Víðidal 13. apríl

02.04.2013
Fréttir
Hið eina sanna KVENNATÖLT fer fram í reiðhöllinni í Víðidal laugardaginn 13. apríl nk. Mótið er opið töltmót fyrir konur, 18 ára og eldri, og boðið er upp á keppni í fjórum styrkleikaflokkum þannig að allir ættu að geta fundið eitthvað við sitt hæfi.

Stóðhestaveisla Ölfushöll

30.03.2013
Ölfushöll 30. mars kl. 20:00

Opið Líflandsmót Léttis

30.03.2013
Barna- og unglingamót

Páskatölt Dreyra

30.03.2013
Æðarodda