Fréttir

Sjö tryggðu sér sæti á Ístöltinu

29.03.2013
Fréttir
Úrtaka fyrir Ístölt þeirra allra sterkustu fór fram á Skírdag. Sjö knapar tryggðu sér rétt til þátttöku á ísnum þann 6. apríl næstkomandi. Leó Geir Arnarsson stóð efstur á Krít frá Miðhjáleigu og annar varð Janus Halldór Eiríksson á Barða frá Laugarbökkum.

"ÚRTAKA „ALLRA STERKUSTU“" ráslisti

28.03.2013
Fréttir
Úrtaka fyrir Ístöltið „Þeir allra sterkustu“ verður haldin fimmtudaginn 28.mars í Skautahöllinni í Laugardal. Hér má sjá rásröð þeirra hesta sem hafa keppa um laus sæti „Allra sterkustu“ sem haldið verður haldið í Skautahöllinni í Laugardal þann 6.apríl. Þar munu mæta til leiks íslenskir landsliðsknapar, heimsmeistarar, Íslandsmeistarar og fleiri feikna sterkir knapar og hestar. Viðburður sem enginn hestamaður má láta fram hjá sér fara.

Hestadagar í Reykjavík

27.03.2013
Fréttir
Hestadagar í Reykjavík er samvinnuverkefni LH, Höfuðborgarstofu, og hestamannafélaganna á stórhöfuðborgarsvæðinu og verða haldnir dagana 4. – 7. apríl næstkomandi.

Stóðhestaveisla í Ölfushöll á laugardaginn - Forsala hafin

27.03.2013
Fréttir
Hin árlega stórsýning, Stóðhestaveislan, fer fram laugardaginn 30. mars nk. Í Ölfushöllinni á Ingólfshvoli. Þar munu koma fram stóðhestar á ýmsum aldri, landsmótssigurvegarar og stjórstjörnur í bland við yngri vonarstjörnur víðs vegar af landinu.

Töltmót Smára, Loga & Trausta

27.03.2013
Reiðhöllinni Flúðum

Stóðhestaveisla á Króknum

26.03.2013
Fréttir
Hin árlega Stóðhestaveisla á Sauðárkróki fer fram í þriðja sinn á miðvikudaginn kemur, kvöldið fyrir skírdag. Sýningin hefst kl. 20 og er miðaverð kr. 3.000 í forsölu en kr. 3.500 við innganginn.

Ágústínus mætir á Krókinn!

26.03.2013
Fréttir
Hinn magnaði Ágústínus frá Melaleiti mun gleðja gesta Stóðhestaveislunnar á Sauðárkróki á miðvikudagskvöldið, en þessi kraftmikli Kolfinnssonur hefur hlotið hvorki meira né minna en 8.93 fyrir hæfileika, þar af 9.5 fyrir brokk og vilja/geðslag og 9.0 fyrir skeið og stökk. Sannkölluð hæfileikasprengja þar á ferðinni.