Fréttir: 2012

Arna Ýr sigrar í þriðja sinn

27.03.2012
Fréttir
Opna Barkamótið var haldið í Reiðhöll Fáks í Víðidal á sunnudaginn var. Keppt var í þremur flokkum, opnum flokki, áhugamannaflokki og flokki 17 ára og yngri. Tæplega hundrað skráningar voru á mótið og þátttaka því gríðargóð.

Gobbedí gobb – Hestadagar framundan!

26.03.2012
Fréttir
Borgarbúar kynnast hestinum Dagana 29. mars – 1. apríl verða Hestadagar í Reykjavík haldnir hátíðlegir og margt spennandi í spilunum þessa daga í borginni. Það er Landssamband hestamannafélaga í samvinnu við Höfuðborgarstofu, Íslandsstofu og hestamannafélögin á höfuðborgarsvæðinu sem standa að viðburðinum. 

Íslands- og heimsmeistarar á svellið!

26.03.2012
Fréttir
Nú líður senn að veislu vetrarins hvað töltkeppnir varðar en ÍSTÖLT þeirra allra sterkustu verður haldið á laugardagskvöldið kemur í Skautahöllinni í Laugardal og hefst kl. 20:00. Miðasalan hefst í verslunum Líflands, Ástundar, Top Reiter, Hesta og manna og Baldvins og Þorvaldar á morgun.  Miðaverð er kr. 3.500.

Sýnikennsla í Gusti

26.03.2012
Fréttir
Miðvikudagskvöldið 18. apríl nk klukkan 20:00-22:00 verður sýnikennsla í reiðhöllinni í Gusti Glaðheimum.

Seinni upprifjun gæðingadómara

26.03.2012
Fréttir
Á morgun, þriðjudag 27.mars verður haldin seinni upprifjun gæðingadómara á Hólum í Hjaltadal.

Lífstölt Harðar 2012 - úrslit

26.03.2012
Fréttir
Frábæru Lífstöltsmóti kvenna lauk í gær í reiðhöll hestamannafélagsins Harðar. Mótið er haldið til styrktar Lífs og safnaðist  tæplega 1.200.000 milljón króna.

Allra sterkustu - ráslisti úrtöku

23.03.2012
Fréttir
Úrtana fyrir Ístölt - Þeir allra sterkustu fer fram í Skautahöllinni í Laugardal laugardagskvöldið 24. mars. Hér má sjá ráslista úrtökunnar. 

Smalamót 25. mars

23.03.2012
Fréttir
Æskulýðsnefndir Andvara og Gusts ætla að efna til keppni í Smala fyrir börn, unglinga og ungmenni. Mótið verður haldið Sunnudaginn 25. mars kl. 12.00 í reiðhöll Andvara.

Styttist í Stóðhestaveislur!

23.03.2012
Fréttir
Hin árlega stórsýning stóðhestanna, Stóðhestaveislan, verður haldin á tveimur stöðum líkt og í fyrra, í Svaðastaðahöllinni á Sauðárkróki lau. 31. mars nk. og í Ölfushöllinni á Ingólfshvoli lau. 7.apríl nk.