Fréttir: 2010

Undirbúningur Landsmóts í fullum gangi

05.05.2010
Fréttir
Undirbúningur fyrir Landsmót hestamanna gengur samkvæmt áætlun. Framkvæmdanefnd hefur þó áhyggjur af heilsu væntanlegra keppnishrossa út af svonefndri hóstapest. „Já, menn eru að vinna hörðum höndum við að koma svæðinu á Vindheimamelum í flott stand og skipuleggja alla þætti varðandi sýningar- og keppnishaldið. Því er hins vegar ekki að neita að kvefpestin er að hægja á þjálfun víðast hvar og við erum því í miklu sambandi við hestamenn og dýralækna um allt land til að fylgjast með gangi mála,“ segir Sigurður Ævarsson, mótsstjóri. „Við fundum nánast daglega og reynum að afla okkur allra þeirra upplýsinga sem fyrir liggja.“

Kynbótasýning í Víðidal

05.05.2010
Fréttir
Hollaröðun hefur verið birt á heimasíðu Búnaðarsambands Suðurlands www.bssl.is. Dómar hefjast kl. 13:30 mánudaginn 10. maí og lýkur með yfirlitssýningu miðvikudaginn 12. maí.                              

Norðurlandamót - umsóknarfrestur

05.05.2010
Fréttir
Norðurlandmót í hestaíþróttum verður haldið dagana 4. – 8. ágúst í Ypäjä í Finnlandi. Í Ypäjä eru aðstæður góðar og keppnisvæðið mjög skemmtilegt. Páll Bragi Hólmarsson verður liðsstjóri landsliðsins og sér hann einnig alfarið um að velja keppendur í landsliðshópinn.

Lög og reglur LH uppfærðar

05.05.2010
Fréttir
Landssamband hestamannafélaga vill vekja athygli á því að búið að er að uppfæra Lög og reglur LH. Þær er hægt að nálgast hér vinstra megin á síðunni undir hnappnum Lög og reglur LH.

Æfingamót hjá Létti

05.05.2010
Fréttir
Haldið verður æfingamót fyrir börn og unglinga í Létti sunnudaginn 9. maí. Keppt verður í Tölt T1 og T8 – Fjórgangur V1. Leyfilegt er að mæta að hámarki með 2 hross og má skrá sig í eina töltgrein og fjórgang (leyfilegt er að mæta með báða hestana í báðar greinarnar).

Tilkynning frá hrossaræktarráðunauti

05.05.2010
Fréttir
Varla hefur hún farið framhjá nokkrum hestamanni sú kvefpest sem þessa dagana herjar á hrossastofninn. Ljóst er að pestin er mun alvarlegri en í fyrstu var talið og virðist hrossum mjög hætt við að slá niður ef ekki er varlega farið, þó menn telji einkenni horfin.

Tilkynning frá Tölvunefnd LH

04.05.2010
Fréttir
Því miður reyndust vera villur í þeirri útgáfu af Kappa sem gefin var út um miðjan apríl síðastliðinn. Búið er að laga villurnar. Þeir sem hafa sótt Kappa á vef LH á undanförnum 2 vikum þurfa því að sækja hann aftur og setja hann upp að nýju.

Smitandi hósti í hrossum – stöðumat 4. maí

04.05.2010
Fréttir
Nú eru 4 vikur liðnar frá því tilkynning barst um smitandi hósta í hrossum, nokkuð samtímis í Skagafirði og á Suðurlandi. Þá þegar var ljóst að veikin hafði búið um sig um nokkra hríð, 3-4 vikur hið minnsta og kannski miklu lengur.Þó ekki sé búið að greina orsökina hefur nokkur reynsla safnast um gang veikinnar og myndin skýrist dag frá degi.

Síðasti skráningardagur í dag!

03.05.2010
Fréttir
Nú er verið að taka niður skráningar á kynbótasýninguna í Víðidal. Síðasti skráningardagur er í dag. Tekið er við skráningum í síma 480-1800 en einnig er hægt að ská hross til sýningar á heimasíðu Búnaðarsambands Suðurlands  www.bssl.is.  Þar er einnig að finna ýmsar gagnlegar upplýsingar um  kynbótsýningar o.fl.