Fréttir: 2010

Opið Íþróttamót Mána

27.04.2010
Fréttir
Opið íþróttamót Mána og TM sem frestað var verður haldið dagana 15.-16. maí. Mótið er World Ranking mót. Skráning á opið íþróttamót Mána og TM (*WR ) fer fram mánudaginn 10. maí. Skráningin fer fram í Mánahöllinni og í símum milli kl 20-22. 893-0304 (Þóra) 861-0012 (Hrönn) 848-6973 (Þórir) 695-0049 (Jóhann) 866-0054 (Bjarni) 861-2030 (Snorri) 891-9757 (Haraldur). Keppt verður í öllum flokkum og greinum ef næg þátttaka fæst.

Kynbótasýningar á Suðurlandi

27.04.2010
Fréttir
Sýningar á Suðurlandi verða að venju þrjár. Fyrsta sýningin verður í Víðidal í Reykjavík og hefst skráning á hana næstkomandi fimmtudag 29. apríl. Hér fyrir neðan má síðan sjá hvenær teknar verða niður skráningar á sýninguna á Sörlastöðum í Hafnarfirði og Gaddstaðaflötum við Hellu. Tvær dómnefndir verði að störfum á Sörlastöðum og Hellu. Stefnt er að sýningu í Hornafirði ef næg þátttaka fæst, lágmarks skráning er 15 hross.

Aðalfundur Skeiðfélagsins í kvöld

27.04.2010
Fréttir
Aðalfundur Skeiðfélgsins verður haldinn í kvöld klukkan 20:30 í Hlíðskjálf, félagsheimili hestamannafélagsins Sleipnis á Selfossi. Á dagskrá eru venjuleg aðalfundarstörf.

Breyttar tímasetningar - Kappa námskeið

26.04.2010
Fréttir
Athygli er vakin á breyttum tímasetningum á Kappa námskeiðum. Námskeið verður haldið á Selfossi fimmtudaginn 29.apríl kl.20:00 í félagsheimili Sleipnis og i Reykjavík mánudaginn 3.maí kl.17:00 ÍSÍ húsinu.

Forsölu að ljúka - minnt er á vildarkjör LH og BÍ félaga

26.04.2010
Fréttir
Forsölu aðgöngumiða á Landsmót lýkur 1. maí, en fjöldi hestamanna hefur nú þegar tryggt sér miða á verulegum afslætti. „Já, forsala aðgöngumiða hefur gengið ljómandi vel, enda er fólk að spara sér umtalsverðar fjárhæðir, oft þúsundir króna, með því að kaupa miða fyrirfram. Vikupassinn fyrir fullorðna kostar til dæmis 12 þúsund krónur í forsölu og 4 þúsund krónur fyrir unglinga,“ segir Jóna Fanney Friðriksdóttir, framkvæmdastjóri Landsmóts 2010.

Úrslit af opna ALP/GÁK mótinu

26.04.2010
Fréttir
Opna ALP/GÁK töltmótið fór fram í reiðhöllinni í Glaðheimum í gær. Þar var keppt í yngri flokkum og var þátttaka ágæt, en fjöldi fólks fylgdist með keppninni um leið og það fékk sér kaffi og meðlæti hjá Kvennadeild Gusts á efri hæðinni. Úrslitin urðu eftirfarandi:

Vígalegir töffarar, fótaburður og fas

26.04.2010
Fréttir
Erilsamt hefur verið hjá hjónunum Sigurði V. Matthíassyni og Eddu Rún Ragnarsdóttur í allan vetur, svo vægt sé til orða tekið, enda þjálfa þau stíft fyrir kynbótasýningarnar sem framundan eru og úrtöku fyrir Landsmótið. Gestagangur er einnig mikill því söluhrossin eru ófá sem renna í gegnum hesthúsið þeirra í Víðidalnum, auk þess sem kennslan tekur drjúgan tíma.  Spennandi hestar eru í húsinu.

Námskeið vegna Kappa

21.04.2010
Fréttir
Þann 13. apríl síðastliðinn kom út ný útgáfa af Kappa og GagnaKappa, sem hægt er að nálgast á heimasíðu LH, www.lhhestar.is. Frá þeim degi var eldri útgáfa Kappa ónothæf og því er mikilvægt að allir notendur uppfæri hugbúnaðinn. Á næstu dögum og vikum verður Tölvunefnd LH með námskeið um notkun á Kappa. Mælt er eindregið með því að hvert félag sendi sinn fulltrúa á námskeiðið.

Reykjavíkurmót 2010 - skráning

21.04.2010
Fréttir
Reykjavíkurm.mótið verður haldið dagana 5.-9.maí og er World Ranking mót. Skráning fer fram í gegnum netið dagana 20.-27.apríl og má nálgast tengilinn inn á www.fakur.is (einungis hægt að skrá þar gegn kortanúmeri). Einnig verður tekið á móti skráningum í andyri reiðhallarinnar þann 27.apríl kl.20-22 og í gegnum síma á sama tíma (nánari upplýsingar síðar).