Fréttir: 2009

Gæðingamót Geysis - Úrslit

07.06.2009
Fréttir
Gæðingamót Geysis var haldið á Gaddstaðaflötum um helgina. Allgóð þátttaka var á mótinu, sem var opið mót. Úrslit eru þessi:

Rausnarlegur styrktarsamningur VÍS við LH og LM

05.06.2009
Fréttir
Vátryggingafélag Íslands (VÍS) gerði í dag rausnarlegan styrktarsamning við Landssamband hestamannafélaga og Landsmót ehf.

Kynningarbæklingur um ferðaþjónustu bænda

05.06.2009
Fréttir
Út er komin bæklingurinn “Upp í sveit” sem Ferðaþjónusta bænda hefur gefið út á hverju sumri í yfir 20 ár.

Gæðingakeppni Sóta – Dagskrá og ráslistar

05.06.2009
Fréttir
Gæðingakeppni Sóta á Álftanesi verður haldin um helgina. Dagskrá og ráslistar eru eftirfarandi:

Þriðja Kráksafkvæmið í 1. verðlaun

05.06.2009
Fréttir
Þriðja fyrstu verðlauna hrossið bættist í afkvæmahóp Kráks frá Blesastöðum á Gaddstaðaflötum í gær. Það er 4 vetra hryssan Ronja frá Hlemmiskeiði 3, undan Kjarnorku frá Hlemmiskeiði 3, Hrafnsdóttur frá Holtsmúla.

Skeiðleikar 10. júní

05.06.2009
Fréttir
Miðvikudaginn 10. júní verða aðrir Skeiðleikar af fjórum sem Skeiðfélagið og stendur fyrir í ár. Verða þeir haldnir að Brávöllum, félagssvæði Sleipnis á Selfossi og hefst keppni klukkan 20:00. Keppt verður í 100m, 150m og 250m skeiði. Við skráningu þarf að gefa upp kennitölu knapa og ISnúmer hests.

Ester frá Hólum til sölu

05.06.2009
Fréttir
Skeiðhryssan og afrekshryssan Ester frá Hólum er til sölu, ásamt nokkrum öðrum hrossum Hólaskóla. Ester er moldótt, undan Asa frá Brimnesi og Eldeyju frá Hólum.

Vilmundur lofar góðu

04.06.2009
Fréttir
Vilmundur frá Feti ætlar ekki að bregðast vonum. Hann á aðeins ellefu afkvæmi á tamningar aldri. Öll fædd 2004. Sex þeirra hafa hlotið kynbótadóm og þar af eru þrjú með fyrstu verðlaun.

Álfasteinn er kynbótahestur

04.06.2009
Fréttir
Álfasteinn frá Selfossi virðist ótvíræður kynbótahestur. Hann er átta vetra. Sjö afkvæmi hans hafa hlotið kynbótadóm og þar ef eru fimm með fyrstu verðlaun. Tvö eru með 8,20 og hærra í aðaleinkunn, bæði frá Ketilsstöðum.