Fréttir: 2009

Afrekshestar í jökulfljótum

04.06.2009
Fréttir
Sjö afreksmenn hafa riðið afrekshestum sínum yfir mörg helztu jökulfljót landsins frá Hornafirði til Selfoss. Þeir sundriðu ýmist eða fóru á vaði eins og Íslendingar gerðu til forna. Þá voru engar brýr og ferjur fáar. Sum jökulfljót voru fjölfarin, svo sem Þjórsá við Árnes.

Gæðingamót Sörla - Dagskrá og ráslisti

04.06.2009
Fréttir
Gæðingamót Sörla verður haldið dagana 4.- 6. júní að Sörlastöðum. Hér birtist dagskrá og ráslistar mótsins sem hefst á morgun fimmtudag kl. 17.00 með keppni í barnaflokki.

Íslandsmót fullorðinna í hestaíþróttum 2009 - skráning hafin

04.06.2009
Fréttir
Íslandsmót í hestaíþróttum fyrir fullorðna verður haldið 16.-18. júlí 2009 á Hlíðarholtsvelli á Akureyri. Framkvæmdaraðili mótsins er Hestamannafélagið Léttir.

Blesastaðir með fjórar í fyrstu verðlaun

04.06.2009
Fréttir
Það hefur heldur betur hlaupið á snærið hjá Magnúsi og Hólmfríði á Blesastöðum á kynbótasýningunni á Gaddstaðaflötum. Eftir tvo fyrstu daga sýningarinnar eru fjórar hryssur í þeirra eigu komnar með fystu verðlaun.

Gæðingamót Geysis - Dagskrá og ráslisti

04.06.2009
Fréttir
Gæðingamót Geysis verður haldið á Gaddstaðaflötum um næstu helgi. Dagskrá mótsins er eftirfarandi:

Sölubásar á HM2009 í Sviss

03.06.2009
Fréttir
Útflutningsráð Íslands undirbýr nú þátttöku fyrirtækja á sölu- og sýningarsvæði heimsmeistaramóts íslenska hestsins sem að þessu sinni verður haldið í Brunnadern, Sviss dagana 3.-9. ágúst nk. Um er ræða frábært tækifæri fyrir íslensk fyrirtæki til að kynna sig og selja vörur sínar meðan á móti stendur.

Svipmyndir frá kynbótasýningu á Sörlastöðum 09

03.06.2009
Fréttir
Svipmyndir frá kynbótasýningunni á Sörlastöðum 09 eru komnar í myndasafn. Smelltu á "Ljósmyndir" hér til vinstri á síðunni og þar finnur þú myndasafnið. Góða skemmtun.

Úrtökumót fyrir HM í Sviss 2009

03.06.2009
Fréttir
Úrtakan vegna HM 2009 fer fram dagana 16. júní (fyrri hluti) og 18. júní (seinni hluti) á félagssvæði Fáks, Víðidal.    

Töltkeppni á FM2009

03.06.2009
Fréttir
Töltkeppni í fullorðinsflokki á FM2009 verður opin 40 hæstu hestum landsins 2009, samkvæmt stöðulista í Sportfeng. Samkvæmt nýjasta stöðulista er Sigurður Sigurðarson á Kjarnorku frá Kálfholti með hæsta skor. Ekki er búið að færa inn skor frá Reykavíkurmeistaramóti.