Fréttir

Æskulýðsmót Léttis og Líflands

04.04.2009
Fréttir
Opna æskulýðs mót Léttis og Líflands veður haldið í reiðhöllinni í Lögmannshlíð 11. apríl. Keppt verður í tölt og fjórgangi. Skráning er hafin í Líflandi.

Smitsjúkdómar og varnir gegn þeim

04.04.2009
Fréttir
Á aðalfundi Hrossaræktarsamtaka Suðurlands þann 26. mars s.l. fjallaði Sigríður Björnsdóttir, dýralæknir hrossasjúkdóma um smitsjúkdóma og varnir gegn þeim. Erindið var mjög áhugavert og þótti stjórn HS tilvalið að fleiri fengju að fræðast um þessi mál en þeir sem áttu þess kost að mæta á aðalfundinn. Hér birtist því úrdráttur úr erindinu en þeir sem áhuga hafa á að kynna sér málið betur geta kynnt sér það frekar í fundargerð aðalfundar á slóðinni www.bssl.is undir Hrossaræktarsamtök Suðurlands.

Hrossaræktendur á Suðurlandi álykta um kynbótasýningar

04.04.2009
Fréttir
Aðalfundur Hrossaræktarsamtaka Suðurlands var haldinn þann 26. mars í Þingborg. Helstu fréttir af fundinum eru þær að Halldór Guðjónsson var kosin í aðalstjórn og í varastjórn voru kosin María Þórarinsdóttir og Birgir Leó Ólafsson.  Núverandi stjórn er því þannig skipuð: Sveinn Steinarsson formaður, Bertha Kvaran, Bjarni Sigurðsson, Ólafur Einarsson og Halldór Guðjónsson.

Æskulýðsmót á ís - síðasti dagur skráningar í dag.

03.04.2009
Fréttir
Í dag föstudaginn 3. apríl er síðasti dagur skráningar fyrir æskulýðsmót á ís sem áætlað er að halda í Skautahöllinni Laugardal 9. apríl n.k.  Lokað verður fyrir skráningu á miðnætti í kvöld. Forsendur þess að halda mótið eru að nægar skráningar fáist og eru ungir knapar hvattir til að skrá sig sem fyrst. Æskulýðsnefnd LH

Æskulýðsmót á ís - Skráning hafin

03.04.2009
Fréttir
Æskulýðsmót á ís verður haldið í Skautahöllinni í Reykjavík þann 9. Apríl. Keppt verður í tveimur flokkum: 14 – 17 ára og 18 – 21 árs. Knapar mega að hámarki keppa á tveimur hrossum í forkeppni. Komi knapi tveimur hrossum í úrslit þarf hann að velja annað í úrslit. Skráningardagar eru 30. mars – 3. apríl á www.gustarar.is.

RÆKTUN 2009

03.04.2009
Fréttir
Hin árlega Stórsýning Hrossaræktarsamtaka Suðurlands  RÆKTUN 2009 verður haldin í Ölfushöllinni Föstudaginn 24.apríl n.k. og óskum við eftir ábendingum um spennandi ræktunarbú, systkynahópa , afkvæmahópa hryssna og stóðhesta auk einstaklinga í röðum hryssna og stóðhesta.

Eyjólfur eykur forskotið í Meistaradeild VÍS

03.04.2009
Fréttir
Eyjólfur Þorsteinsson bar sigur úr býtum í fimmgangi Meistaradeildar VÍS eftir tvísýna og spennandi úrslitakeppni. Gamla kempan Sigurbjörn Bárðarson á Stakki frá Halldórsstöðum varð í öðru sæti. Fyrir skeiðið voru þeir Eyjólfur og Sigurbjörn jafnir í fyrsta sæti. Skeiðið hefur jafnan verið sterkasta hlið Sigurbjörns og Stakks og því stefndi allt í sigur þeirra.

Ísölt – Þeir allra sterkustu, Rásröð

02.04.2009
Fréttir
Þá er endanlega ljóst hvaða knapar og hestar keppa á Ístölti – Þeir allra sterkustu í Skautahöllinni á laugardaginn kemur. Tuttugu og sjö keppendur eru skráðir til leiks í töltkeppninni. Aðeins einn keppandi hefur ekki tilkynnt á hvaða hesti hann keppir, en það er Jóhann Skúlason. Að vonum bíða allir spenntir eftir því útspili.

Meistaradeild UMFÍ - þriðja mót

01.04.2009
Fréttir
Næstkomandi sunnudag, 5. apríl, verður þriðji keppnisdagur Meistaradeildar UMFÍ.  Veislan hefst kl. 11.00, og stendur fram eftir degi. Keppt verður í tölti og skeiði.  Keppni  hefst í tölti og eftir hlé verður síðan flugskeið í gegn um Rangárhöllina. Rafræn tímataka verður 10 mtr. eftir að komið er inn í höllina og 10 mtr. áður en út úr henni er farið í hinn endann.