Fréttir

Mótaröð Keiluhallarinnar í Gusti

30.03.2009
Fréttir
Lokamótið í mótaröð Keiluhallarinnar og Gusts fór fram sl. laugardag í Glaðheimum í Kópavogi. Mótið var opið að þessu sinni og lét góður fjöldi hestamanna sjá sig þrátt fyrir að kuldaboli biti hressilega í kinn þennan daginn. Keppt var í öllum flokkum og urðu úrslit sem segir hér að neðan, auk þess sem stigahæstu knapar þriggja vetrarmóta voru verðlaunaðir sérstaklega.

Sjö knapar tryggja sér þátttökurétt á ístölt - Þeir allra sterkustu

28.03.2009
Fréttir
Sjö knapar unnu sér rétt til þátttöku á Ístölti - Þeir allra sterkustu sem fram fer í Skautahöllinni í Laugardal laugardaginn 4. apríl. Jafnir í tveim efstu sætum voru Jón Páll Sveinsson á Losta frá Strandarhjáleigu og Valdimar Bergstað á Leikni frá Vakursstöðum. Komu þau úrslit ekki á óvart. Í þriðja sæti er Elmar Þormarsson á Þrennu frá Strandarhjáleigu.

Tilkynning frá Meistaradeild VÍS

27.03.2009
Fréttir
Stjórn Meistaradeildar VÍS og knapar deildarinnar hafa komist að samkomulagi um að færa fyrirhugað mót og stóðhestakynningu af laugardeginum 18. apríl yfir á fimmtudaginn 23. apríl sem er sumardagurinn fyrsti.

Æskan og hesturinn Akureyri

27.03.2009
Fréttir
Það stefnir í stórsýningu á Akureyri 2. maí. Þá mun hestamannafélagið Léttir standa fyrir sýningunni Æskan og hesturinn. Þessi sýning hefur verið haldin á Sauðárkróki undanfarin ár, en samkomulag var gert nýlega um að halda sýninguna til skiptis annað hvert ár á Sauðárkróki og Akureyri.

Kirkjubær opnar heimasíðu

27.03.2009
Fréttir
Hrossaræktarbúið Kirkjubær á Rangárvöllum hefur opnað heimasíðu. Kirkjubær er eitt elsta og virtasta hrossaræktarbú landsins. Hrossarækt á bænum má rekja til ársins 1940 þegar Eggert Jónsson frá Nautabúi hóf þar ræktun rauðblesóttra hrossa.

Úrtaka fyrir Ístölt - Rásröð

27.03.2009
Fréttir
Milli 30 og 40 knapar taka þátt í úrtöku fyrir Ístölt - Þeir allra sterkustu, sem fram fer i Skautahöllinni í Reykjavík í dag. Um það bil átta keppendur úr þeim hópi munu vinna sér rétt til þátttöku á aðalmótinu. Alls munu 27 knapar og hestar keppa á Ístöltinu. Flestir valdir úrvals knapar í boði mótsins. En það eru einnig góðir knapar og hestar skráðir til leiks í úrtökuna, keppendur sem gætu gert usla í toppbaráttunni.

Ljósmyndabók LH 2008

26.03.2009
Fréttir
Landssamband hestamannafélaga hefur gefið út 112 síðna litprentaða ljósmyndabók með yfir 160 ljósmyndum. Myndirnar í bókinni er allar frá árinu 2008, flestar teknar af Jens Einarssyni, ljósmyndara og blaðamanni. Bróðurpartur myndanna er tekinn á LM2008 og NM2008, en einnig við önnur tækifæri.

Sveinn er með yfirburðastöðu

26.03.2009
Fréttir
„Sveinn Guðmundsson er með yfirburðastöðu í íslenskri hrossarækt,“ segir Ágúst Sigurðsson, rektor á Hvanneyri og fyrrverandi hrossaræktarráðunautur. Á ráðstefnu um hrossarækt Sveins sem haldin var á Sauðárkróki flutti Ágúst erindi þar sem fram komu tölfræðilegar staðreyndir um hlutdeild hrossa frá Sveini í íslenskri hrossarækt.

Aðalfundur Hrossaræktarsamtaka Suðurlands

25.03.2009
Fréttir
Aðalfundur Hrossaræktarsamtaka Suðurlands verður annað kvöld þ.e.  fimmtudagskvöldið 26.  mars kl. 20:00 í Þingborg. Dagskrá fundarins er eftirfarandi: