Fréttir: 2013

Meistaradeildin í kvöld - ráslisti

14.02.2013
Fréttir
Annað mót Meistaradeildarinnar verður haldið í kvöld, 14. febrúar í Ölfushöllinni. Keppni kvöldsins er gæðingafimi og munu gestir fá að sjá marga góða gæðinga sýna listir sínar í höllinni í kvöld.

Fyrstu vetrarleikar á Kjóavöllum

12.02.2013
Fréttir
Fyrstu vetrarleikar ársins hjá nýju sameinuðu hestamannafélagi á Kjóavöllum fara fram nk. laugardag, 16. febrúar. Kl. 13 hefst keppni í reiðhöllinni (Andvaramegin) á pollaflokki og barnaflokki og kl. 14 hefst svo keppni í öðrum flokkum.

Folaldasýning Harðar

12.02.2013
Fréttir
Hestamannafélagið Hörður stendur fyrir folaldasýningu föstudaginn 22. febrúar kl 19:00 í reiðhöll Harðar. Skráningar skal senda á netfangið hordur1234@gmail.com fyrir hádegi 21. febrúar. Skráning þarf að innihalda nafn folalds, litur, IS númer ef það er til staðar og foreldrar. Skráningargjald kr 2.000 greiðist á staðnum.

Til allra hestaíþróttadómara

12.02.2013
Fréttir
Fyrra endurmenntunarnámskeið HÍDÍ verður n.k. miðvikudag 13. febrúar kl.17:00-22:00 í Reiðhöllinni Víðidal. Síðasti skráningardagur fyrir það námskeið er þriðjudaginn 12. febrúar.

Vetrarmót Mána

12.02.2013
Fréttir
Nú er komið að því að fyrsta mótið okkar á þessu herrans ári verði haldið en það er náttúrulega okkar frááábæra vetrarmót. Nú er um að gera að draga fram spariskóna og vera með í þessu skemmtilega móti.

Hádegisfundur ÍSÍ og HÍ

12.02.2013
Fréttir
Afreksíþróttir barna og unglinga- hvað ræður, efniviður eða líkamlegur þroski? Mánudaginn 18. febrúar munu ÍSÍ og Íþrótta- og heilsufræðibraut HÍ standa í sameiningu fyrir hádegisfundi í húsakynnum ÍSÍ í Laugardal og hefst fundurinn kl.12:10.

Námskeið hjá Rúnu og Olil um helgina

11.02.2013
Fréttir
Um næstu helgi, 16. - 17. febrúar, verða reiðkennararnir Rúna Einarsdóttir og Olil Amble með námskeið fyrir þau ungmenni sem stefna á úrtöku fyrir HM í vor. Námskeiðið fer fram í reiðhöll Eldhesta í Ölfusinu.

Sýnikennsla með Antoni Páli

11.02.2013
Fréttir
Anton Páll Níelsson - Taumsambandið og almenn taumþjálfun! Anton Páll verður með sýnikennslu á Sörlastöðum næsta miðvikudag, 13. febrúar, kl 20:00.