Fréttir

Hjólhýsastæði með rafmagni að verða uppseld

13.03.2008
Fréttir
Örfá stæði eru enn laus í hjólhýsastæði með aðgengi að rafmagni á Landsmót hestamanna. Síðasti dagur til að kaupa í þessi stæði er nk. sunnudagur, 15. júní.

Knapamerki fyrir fullorðna í Fáki

08.01.2008
Fréttir
Fræðslunefnd Fáks hefur ákveðið að boðið verði upp á þá nýbreytni í vetur að boðið verður upp á stigskipt knapamerkjanámskeið fyrir fullorðna. Í boði eru 1, 2 og 3 stig. Áætlað er að þau byrji um miðjan janúar 2009.

Fákur – knapamerki fyrir fullorðna – kynningarfundur

08.01.2008
Fréttir
Kynningarfundur fyrir þá sem þegar hafa skráð sig á knapamerkjanámskeið fyrir fullorðna verður haldinn í félagsheimili Fáks fimmtudaginn 8. Janúar kl. 20.00.

Knapamerki 1, 2 og 3 fyrir fullorðna - skráning

08.01.2008
Fréttir
Minnum á skráninguna í kvöld frá kr. 18.00-20.00 í Félagsheimili Fáks

Reiðkennarar í boði Fáks

08.01.2008
Fréttir
Hestamannafélagið Fákur býður félagsmönnum sínum upp á aðstoð reiðkennara öll miðvikudagskvöld í Reiðhöllinni í Víðidal. Þessi þjónusta er í boði Fáks og er frítt fyrir alla skuldlausa félagsmenn. Fyrirkomulagið verður þannig að reiðkennarinn verður staðsettur í Reiðhöllinni öll miðvikudagskvöld á milli klukkan átta og tíu fram að páskum.

Þingeyrar í Húnaþingi

31.12.2007
Fréttir
Jörðin Þingeyrar í Húnaþingi var lengi þekktust af bónda sínum og frægum hestamanni, Jóni Ásgeirssyni. Sonur hans var Ásgeir Jónsson á Gottorp, sem ritaði bækurnar Horfnir góðhestar. Nú eru Þingeyrar aftur komnar í hóp virðulegustu hrossabúa landsins.

Rangárhöllin - dagskrá veturinn 2009

10.12.2007
Fréttir
Geysismenn á Rangárvöllum ætla sér að nýta hinu glæsilegu Rangárhöll, nýja reiðhöll á Gaddstaðaflötum, vel á komandi misserum. Sett hefur verið upp dagskrá fyrir veturinn. Hún er birt hér með fyrirvara um breytingar.

Vilja fimm ára fyrirvara

13.11.2007
Fréttir
Hestamenn í Geysi vilja fá lengri frest til að undirbúa mótssvæði sitt fyrir Landsmót. Vilja þeir að ákvörðun um Landsmótsstað liggi fyrir með að minnsta kosti fimm ára fyrirvara.

Skyndihjálparnámskeið í boði Sörla

27.09.2007
Fréttir
Hestamannafélagið Sörli býður félögum á skyndihjálparnámskeið. Rauði kross Íslands mun sjá um kennslu. Námskeiðið er ætlað öllum þeim sem vilja læra grunnatriði skyndihjálpar og sálræns stuðnings og öðlast grunnfærni í að veita slösuðum eða veikum aðstoð í bráðatilfellum.