Fréttir: 2009

Líflandsmót Æskulýðsnefndar Fáks - Úrslit

20.04.2009
Fréttir
Líflandsmót Æskulýðsnefndar Fáks var haldið í Reiðhöllinni í Víðidal um helgina. Úrslit urðu sem hér segir.

Stóðhestaveisla - Skeiðgreinar - Meistaradeild VÍS

19.04.2009
Fréttir
Á sumardaginn fyrsta verður blásið til veislu í Ármóti. Þá verður keppt í 150m skeiði og gæðingaskeiði í Meistaradeild VÍS en jafnframt verður boðið upp á stóðhestaveislu.

Stórglæsilegt Kvennatölt

19.04.2009
Fréttir
Kvennatölt Gusts fór fram í reiðhöll Gusts í gær. Um 140 skráningar voru á mótið og keppnin feiknarleg hörð og spennandi. Hestakosturinn var frábær og þá ekki síst í opna flokknum þar sem glæsilegar sýningar og háar tölur sáust. Einnig var gaman að sjá hvað keppendur voru snyrtilegir til fara, hrossin vel til höfð og keppnisgleðin í fyrirrúmi.

Líflandsmót - Dagskrá

17.04.2009
Fréttir
Dagskrá Líflandsmóts æskulýðsdeildar Fáks er nú klár.

Opið Íþróttamót TM og Mána

17.04.2009
Fréttir
Opið Íþróttamót TM og Mána fer fram 24.-26. apríl. Mótið er *World Ranking mót. Skráning fer fram mánudaginn 20. apríl milli kl 19.00 og 22.00. Skráningin verður einungis í símum: 893-0304 (Þóra), 862-6969 (Sigrún) og 861-0012 (Hrönn).

Ráslisti Líflandsmóts

17.04.2009
Fréttir
Ráslisti Líflandsmótsins er nú klár. Mikil spenna er í ungu knöpunum að fá að spreyta sig. Vert er að hvetja sem flesta til að mæta í Reiðhöllina á sunnudaginn kemur, þann 19.apríl og hvetja ungu og efnilegu knapana okkar til dáða. Dagskrá mótsins verður birt seinna í dag, föstudag.

Vilja samræma tímatökubúnað

17.04.2009
Fréttir
Keppnisnefnd og stjórn LH eru þessa dagana að móta tillögur að því hvernig samræma má rafrænar tímatökur á kappreiðum í FEIF löndunum. Jóhann Valdimarsson hefur bent á að tímatökubúnaður sé ekki staðlaður. Talsverður munur geti því orðið á tímum í hlaupum eftir því hvaða búnaður sé til staðar. Sá munur geti numið mörgum sekúndubrotum. Sjá frétt um málið HÉR.

Úrslit í Svarfdælsku mótaröðinni

17.04.2009
Fréttir
Úrslit í Svarfdælsku mótaröðinni verða haldin í Hringsholti þriðjudagskvöldið 20 apríl kl 20:00. Knapar eru vinsamlegast beðnir um að staðfesta þátttöku sína, ásamt nafni á hesti, fyrir sunnudag 19. apríl kl: 20:00 á tölvupóstfang: bjarna@dalvik.is eða í síma: 8622242

Stórsýning Fáks - Nokkur pláss laus

17.04.2009
Fréttir
Stórsýning Fáks 2. maí Nú styttist í stórsýningu Fáks en þessi risaveisla hestamanna verður haldin í reiðhöllinni í Víðidal 2. maí næstkomandi. Stórknapinn Mette Manseth mætir í höllina með mjög svo óvænta sýningu sem enginn má missa af. Ekki mun vanta uppá stóðhestakost sýningarinnar en Þristur frá Feti mun berja þar gólfið ásamt sex afkvæmum, hæst dæmdi Ómurinn frá Kvistum mætir ásamt fjölda annara glæsi stóðhesta.