Fréttir: 2009

Æskulýðsmót á ís - síðasti dagur skráningar í dag.

03.04.2009
Fréttir
Í dag föstudaginn 3. apríl er síðasti dagur skráningar fyrir æskulýðsmót á ís sem áætlað er að halda í Skautahöllinni Laugardal 9. apríl n.k.  Lokað verður fyrir skráningu á miðnætti í kvöld. Forsendur þess að halda mótið eru að nægar skráningar fáist og eru ungir knapar hvattir til að skrá sig sem fyrst. Æskulýðsnefnd LH

Æskulýðsmót á ís - Skráning hafin

03.04.2009
Fréttir
Æskulýðsmót á ís verður haldið í Skautahöllinni í Reykjavík þann 9. Apríl. Keppt verður í tveimur flokkum: 14 – 17 ára og 18 – 21 árs. Knapar mega að hámarki keppa á tveimur hrossum í forkeppni. Komi knapi tveimur hrossum í úrslit þarf hann að velja annað í úrslit. Skráningardagar eru 30. mars – 3. apríl á www.gustarar.is.

RÆKTUN 2009

03.04.2009
Fréttir
Hin árlega Stórsýning Hrossaræktarsamtaka Suðurlands  RÆKTUN 2009 verður haldin í Ölfushöllinni Föstudaginn 24.apríl n.k. og óskum við eftir ábendingum um spennandi ræktunarbú, systkynahópa , afkvæmahópa hryssna og stóðhesta auk einstaklinga í röðum hryssna og stóðhesta.

Eyjólfur eykur forskotið í Meistaradeild VÍS

03.04.2009
Fréttir
Eyjólfur Þorsteinsson bar sigur úr býtum í fimmgangi Meistaradeildar VÍS eftir tvísýna og spennandi úrslitakeppni. Gamla kempan Sigurbjörn Bárðarson á Stakki frá Halldórsstöðum varð í öðru sæti. Fyrir skeiðið voru þeir Eyjólfur og Sigurbjörn jafnir í fyrsta sæti. Skeiðið hefur jafnan verið sterkasta hlið Sigurbjörns og Stakks og því stefndi allt í sigur þeirra.

Ísölt – Þeir allra sterkustu, Rásröð

02.04.2009
Fréttir
Þá er endanlega ljóst hvaða knapar og hestar keppa á Ístölti – Þeir allra sterkustu í Skautahöllinni á laugardaginn kemur. Tuttugu og sjö keppendur eru skráðir til leiks í töltkeppninni. Aðeins einn keppandi hefur ekki tilkynnt á hvaða hesti hann keppir, en það er Jóhann Skúlason. Að vonum bíða allir spenntir eftir því útspili.

Meistaradeild UMFÍ - þriðja mót

01.04.2009
Fréttir
Næstkomandi sunnudag, 5. apríl, verður þriðji keppnisdagur Meistaradeildar UMFÍ.  Veislan hefst kl. 11.00, og stendur fram eftir degi. Keppt verður í tölti og skeiði.  Keppni  hefst í tölti og eftir hlé verður síðan flugskeið í gegn um Rangárhöllina. Rafræn tímataka verður 10 mtr. eftir að komið er inn í höllina og 10 mtr. áður en út úr henni er farið í hinn endann.

Stjörnur í stóðhestum á Ístölti - Þeir allra sterkustu

01.04.2009
Fréttir
Það verða stjörnur í stóðhestasýningu á Ístölti – Þeir allra sterkustu. Fyrstan skal þar nefna Álf frá Selfossi, sem er í miklu uppáhaldi hjá fjölda fólks og hrífur alltaf brekkuna með sér. Knapi Erlingur Erlingsson. Hinn fífilbleiki Ómur frá Kvistum sló í gegn á LM2008, stóð þar efstur í 5 vetra flokki. Knapi á honum er Kristjón Kristjánsson.

Fræknir garpar í fimmgangi Meistaradeildar VÍS

01.04.2009
Fréttir
Frægir stóðhestar eru á meðal hesta sem keppa munu í fimmgangi í Meistaradeild VÍS annað kvöld, fimmtudaginn 2. apríl. Þar á meðal eru þeir Tónn frá Ólafsbergi (H:8,83), knapi Daníel Jónsson. Daníel og Tónn voru í úrslitum í fjórgangi í Meistaradeildinni fyrr í vetur. Einnig eru skráðir Illingur frá Tóftum (H:8,81), knapi Halldór Guðjónsson, og Þytur frá Neðra-Seli (H:8,68).

Equicoach – Markþjálfun sem notar hestinn sem spegil

31.03.2009
Fréttir
Landbúnaðarháskólinn á Hvanneyri kynnir eftirfarandi sýnikennslu sem er öllum opin og að kostnaðarlausu, en æskilegt að viðkomandi skrái sig til leiks! Equicoach – Markþjálfun sem notar hestinn sem spegil -  er vinsæl nýjung frá Belgíu, sem nú er að nema land á Íslandi.