Fréttir: 2024

Íslandsmót barna og unglinga

27.06.2024
Íslandsmót barna- og unglinga 2024 verður haldið á félagssvæði Harðar í Mosfellsbæ dagana 19.-21. júlí. Keppt verður í eftirfarandi greinum: Barnaflokkur: Gæðingalist 1. stig, Tölt T3, Tölt T4 og Fjórgangi V2. Unglingaflokkur: Gæðingalist 2. stig, Tölt T1, Tölt T4, Ffjórgangur V1, Fimmangur F2, Gæðingaskeiði PP1 og 100 m. flugskeið P2.

Íslandsmót fullorðinna og ungmenna í hestaíþróttum 2024

26.06.2024
Íslandsmót fullorðinna og ungmenna í hestaíþróttum verður haldið í Víðdal í sumar, það er Hestamannafélagið Fákur sem heldur mótið dagana 24.júlí – 28.júlí. Þátttökurétt eiga þau pör sem hafa náð lágmörkum í hverri grein á þessu ári ekki síðar en 17. júlí en þá lýkur skráningu á mótið. Pör sem náð hafa lágmörkum í hringvallagreinum í fullorðinsflokki og ungmennaflokki hafa heimild til að taka þátt á mótinu. Lágmörk gilda einnig í skeiðgreinum, 100m, 150m, 250m og gæðingaskeiði. Í Gæðingalist eru það fyrir 15 sem skrá sig.

Miðbæjarreiðin fer fram 29. júní

24.06.2024
Nú styttist í miðbæjarreiðina sem fram fer næsta laugardag kl 12:00. Reiðin hefst við BSÍ og þaðan verður haldið upp á Skólavörðuholtið og svo áfram í gengum miðbæinn, að tjörninni og endar reiðin aftur á BSÍ. Fánaberar með fána Landsmóts munu fara fyrir hópunum og minna alþjóð á að einn stærsti og skemmtilegasti íþrótta og menningarviðburður landsins er rétt við það að hefjast. Á eftir þeim koma svo fulltrúar hestamannafélaganna á höfuðborgarsvæðinu.

Þetta byrjaði allt með Biskup - viðtal við Benedikt Ólafsson

20.06.2024
Benedikt Ólafsson er þrátt fyrir ungan aldur orðinn risanafn í hestamennskunni. Hann varð tvöfaldur heimsmeistari á HM 2023 og er núna á sínu síðasta ári í ungmennaflokk. Benedikt er alinn upp í Mosfellsdal, á Ólafshaga og stundar sína hestamennsku þaðan. Hann var einmitt í reiðtúr þegar við slógum á þráðinn til hans. Já, ég er á hestbaki á honum Svarti frá Ólafshaga. Virkilega efnilegur 6 vetra hestur, fasmikill, með mikinn fótaburð, fallegan háls og framfallegur undan honum Bikar okkar. Annars er ég búinn að vera á fullu síðan um áramótin að ríða út og temja, það er alveg geggjað að geta gert það að atvinnu sinni sem manni finnst skemmtilegast.

Að styðjast við hesta í starfi með fólki

13.06.2024
Æfingastöðin stendur fyrir námskeiðinu “Að styðjast við hesta í starfi með fólki” dagana 15. og 16. september 2024. Á námskeiðinu verður farið yfir hvernig hægt er að innleiða hesta í fjölbreytt starf með fólki með það að markmiði að efla heilsu, færni og þátttöku. Námskeiðið er haldið í beinu framhaldi af ráðstefnu Æfingastöðvarinnar “Dýr í starfi með fólki” sem fer fram laugardaginn 14. september. Námskeiðið gildir til endurmenntunar.

Viltu vera sjálfboðaliði á Norðurlandamóti?

06.06.2024
Frábær leið til þess að vera virkur þátttankandi í einu stærsta Norðurlandamóti sem haldið hefur verið. Norðurlandamót leitar að öflugum sjálfboðaliðum til að aðstoða við framkvæmd mótsins. Að taka þátt sem sjálfboðaliði er gefandi og skemmtilegt, auk þess að vera frábært tækifæri til að kynnast fólki héðan og þaðan. Mót af þessari stærðargráðu væru óframkvæmanleg nema vegna sjálfboðaliðana. 

Nú birtast slysaskráningar á kortavefsjánni

03.06.2024
Við viljum minna hestafólk á hnappinn – Slysaskráning á heimasíðu LH. Þar er hægt að tilkynna slys en einnig væri gott ef hestamenn myndu skrá þá staði þar sem litlu hefði mátt muna að slys hefði getað orðið, eða augljós slysahætta er til staðar. Með því að skrá þessar upplýsingar fáum við yfirlit yfir það, hvar vankantar eru á öryggi hestamanna sem hægt er að bæta úr og laga svo fleiri lendi ekki í óhöppum. Slysstaðir sem gefnir eru upp í skráningunni eru síðan færðir inn á Kortasjánna og þannig geta notendur hennar séð hvar varhugaverðar aðstæður eru til staðar og farið með gát um þau svæði á meðan unnið er að úrbótum. Á kortavefsjá LH eru skráðar reiðleiðir um allt land alls um 12500km það er eru einnig hægt að leita upplýsinga um vegvísa, áningar, skála, fjárréttir og neyðarskýli og nú einnig hvar slys hafa verið tilkynnt.

Dregið hefur verið í stóðhestaveltu landsliðsins

30.05.2024
Dregið hefur verið í stóðhestaveltu landsliðsnefndar LH. Stóðhestaveltan er einn af stærstu og mikilvægustu fjáröflunarviðburðum landsliðs- og afreksmála LH.  Landssamband hestamannafélaga þakkar stóhestaeigendum sem gáfu tolla og ennfremur hryssueigendum sem keyptu miða í stóðhestaveltunni. 

,,Erfiðast að horfa á krakkana í keppni" - Viðtal við Elvar Þormarsson

28.05.2024
Við slógum á þráðinn til Elvars Þormarssonar tvöfalds heimsmeistara í hestaíþróttum og ræddum við hann um hvað er framundan, hvaða hesta hann stefnir með í úrtökur og á HM 2025. Þá ræddum við það hvernig er að standa á hliðarlínunni meðan börnin eru í braut og stemninguna sem hann leggur svo mikið uppúr.