Fréttir: Desember 2018

SKRÁNING HAFIN Á KVENNATÖLTIÐ

03.04.2018
Fréttir
Skráning á hið eina sanna Kvennatölt Spretts er hafin og stendur yfir til miðnættis 7. apríl nk. Mótið sem er í boði Mercedes-Benz að þessu sinni verður veglegt sem fyrr og boðið er upp á keppni í fjórum flokkum:

Liðsstjóri óskast á FEIF Youth Cup

03.04.2018
Fréttir
FEIF Youth Cup 2018 verður haldinn í Axevalla Travbana í Svíþjóð 28. júlí – 4. ágúst og er fyrir unglinga sem verða 14-17 ára 2018. Youth Cup er alþjóðleg keppni þar sem keppt er í T7, T3, T6, PP2, P2, V2, F2, V5, FR1, TR1, CR1, TiH Level 1, FS3, Team test. Ísland fær að senda 8 fulltrúa á mótið, auk fararstjóra.

Tilkynning frá landsliðsnefnd!

31.03.2018
Fréttir
Vegna mistaka mun Jakob Svavar Sigurðsson ekki mæta með Júlíu frá Hamarsey heldur Konsert frá Hofi á Allra sterkustu. Beðist er velvirðingar á þessum mistökum.

Ráslisti á Allra sterkustu

29.03.2018
Fréttir
Nú er rásröðin ljós fyrir Allra sterkustu og spennan magnast.

Allra sterkasta happdrættið!

28.03.2018
Fréttir
Tíu folatollar, Eques Black hnakkur frá Líflandi, ferðavinningur frá VITA sport og járningasett frá Ásbirni Ólafssyni eru aðalvinningar í happdrættinu í tengslum við Allra sterkustu á laugardaginn.

Uppboð á tolli og málverki á Allra sterkustu

28.03.2018
Fréttir
Það er heldur betur að hitna í kolunum fyrir Allra sterkustu á laugardagskvöldið! Ræktendur Arions frá Eystra-Fróðholti, þau Ársæll Jónsson og fjölskylda, hafa gefið landsliðinu folatoll undir hestinn! Tollurinn verður boðinn upp og fær hæstbjóðandi toll undir þennan magnaða ræktunargrip.

Jakob kemur á stórstjörnunni Júlíu frá Hamarsey

27.03.2018
Fréttir
Nú eru línur heldur betur að skýrast varðandi ráslista ”Allra sterkustu” á laugardaginn. Jakob Svavar mun koma með gæðingshryssuna Júlíu frá Hamarsey. Júlía er fædd 2009, undan Auði frá Lundum II og Hviðu frá Ingólfshvoli og er í eigu Hrossaræktarbúsins Hamarseyjar.

Ómur frá Kvistum á Allra sterkustu

26.03.2018
Fréttir
Ásamt feikna spennandi töltkeppni þá mun hinn farsæli Ómur frá Kvistum koma fram og gleðja augu áhorfenda.

Lokahátíð Equsana deildarinnar

26.03.2018
Fréttir
Lokahátíð Áhugamannadeildar Spretts – Equsana deildin 2018 – var haldin síðastliðinn föstudag. Gestir voru keppendur, þjálfarar, starfsmenn deildarinnar ásamt styrktaraðilum og öðrum boðsgestum. Á hátíðinni var frábærri mótaröð fagnað og ljóst er að fjórða keppnisár deildarinnar heppnaðist afburðavel.