Fréttir: Desember 2012

Félagsfundur í Gusti

01.06.2012
Fréttir
Boðað er til félagsfundar í hestamannafélaginu Gusti, þriðjudaginn 5. júní n.k. kl. 20.00 í reiðhöll félagsins í Glaðheimum.

Æfingamót hjá Létti

01.06.2012
Fréttir
Mótanefnd Léttis ætlar að bjóða Léttisfélögum uppá æfingarmót fyrir úrtökuna á LM. Æfingamótið verður haldið sunnudaginn 3. júní kl. 15:00 á Hlíðarholtsvelli.

Dagskrá gæðingamóts Harðar og Adams

31.05.2012
Fréttir
Gæðingamót Harðar og Adams, sem jafnframt er úrtaka fyrir LM2012, verður haldið nú um helgina og hefst á laugardaginn kl. 9:00 á tölti.

Stöðulistar í skeiði

30.05.2012
Fréttir
Stöðulistar í skeiði eru nú birtir og munu birtast vikulega fram að LM. 20 fljótustu hestarnir í 100m skeiði öðlast þátttökurétt á LM en 14 fljótustu í básaskeiðinu. Í 100m skeiðinu má knapi aðeins vera með einn hest en í básaskeiðinu má sami knapi vera með fleiri en einn hest, hafi hann náð inn á topp 14 á endanlegum stöðulista.

Stöðulisti í tölti

30.05.2012
Fréttir
Hér birtist nýr stöðulisti í tölti eftir mót helgarinnar. Hann hefur töluvert breyst frá því í síðustu viku, þar sem nokkrir töltarar fóru í fínar tölur á Gæðingamóti Fáks um síðustu helgi.

Gæðingamót Hrings - skráningarfrestur

30.05.2012
Fréttir
Mótanefd Hrings minnir á skráningarfrest vegna Gæðingamóts Hrings sem jafnframt er úrtökumót v/ LM2012. Þá verður einnig boðið upp á opið mót í Tölti og Skeiðgreinum. Skráningar fara fram á heimasíðu félagsins www.hringurdalvik.net og skal lokið fyrir miðvikudag 30.mai. kl 20:00.

Uppfærð dagskrá og ráslistar Gæðingamóts Sörla og Sóta 2012

29.05.2012
Fréttir
Gæðingamót Sörla og Sóta hefst fimmtudaginn 31. maí. og stendur til laugardagsins 2. júní. Hér má finna uppfærða dagskrá mótsins og ráslista.

Gæðingamót Fáks - úrslit

29.05.2012
Fréttir
Gæðingamót Fáks var haldið dagana 24. - 27. maí s.l. og var mótið jafnframt úrtaka félagsins fyrir LM2012. Fákur hefur rétt á að senda 11 þátttakendur í hvern flokk gæðingakeppninnar á LM2012.

Úrslit úr gæðingamóti Gusts

29.05.2012
Fréttir
Gæðingamót og úrtaka Gusts fyrir LM2012 fór fram í Glaðheimum á laugardaginn var. Hér má sjá niðurstöður mótsins en Gustur hefur rétt á að senda 4 knapa í hvern flokk gæðingakeppninnar á LM2012.