Fréttir: Desember 2010

Útflutningur hrossa hefst á ný 15.september

14.08.2010
Fréttir
Stefnt er að því að útflutningur hrossa hefjist á ný 15. september n.k. eftir fjögurra mánaða hlé vegna faraldurs smitandi hósta.

Formenn hestamannafélaga

13.08.2010
Fréttir
LH vill minna á að frestur til að senda inn tillögum fyrir Landsþing sem haldið verður á Akureyri 22.-23.október er 27.águst n.k.

Landsmót 2011 á Vindheimamelum

13.08.2010
Fréttir
Á stjórnarfundi 12.ágúst 2010 var farið yfir fyrri samþykktir þess efnis að halda Landsmót 2010 árið 2011 á Vindheimamelum í Skagafirði.

Forkeppni í fjórgangi Íslandsmóts yngri flokka

13.08.2010
Fréttir
Íslandsmót yngri flokka hófst í gær, fimmtudaginn 12.ágúst, á félagssvæði Þyts á Hvammstanga. Mótið hófst á fjórgangi í öllum flokkum. Hér fyrir neðan má sjá niðurstöður eftir forkeppni.

Sögusetur íslenska hestsins

13.08.2010
Fréttir
Sögusetur íslenska hestsins á Hólum í Hjaltadal flytur í nýuppgert húsnæði og opnar fyrsta áfanga af þremur í yfirlitssýningunni, Íslenski hesturinn og vídeó-og ljósmyndasýninguna, Hesturinn í náttúru Íslands, laugardaginn 14. ágúst. Í tilefni af opnuninni verður Sögusetrið opið frá klukkan 18 – 22 um kvöldið.

Heimsmeistarinn Guðmundur Einarsson mætir!

12.08.2010
Fréttir
Guðmundur Einarsson, heimsmeistari og Norðurlandameistari í skeiðgreinum, mun koma til Íslands í haust og miðla af þekkingu sinni á hátíðarsýningu Félags Tamningamanna, sem haldinn er í tilefni af 40 ára afmæli félagsins.

Stórmót Funa

12.08.2010
Fréttir
Opið stórmót hestamanna verður haldið á Melgerðismelum 21.-22. ágúst. Keppt verður í A- og B-flokki, polla-, barna- unglinga- og ungmenna¬flokki og verður forkeppnin með þrjá inni á vellinum í einu.

Hollaröð á kynbótasýningu á Gaddstaðaflötum

12.08.2010
Fréttir
Hér má sjá hollaröð á síðsumarsýningu á Gaddstaðaflötum sem fer fram dagana 13. - 18. ágúst  2010.

Myndir frá NM2010

12.08.2010
Fréttir
Í ljósmyndasafni LH er nú að finna fjölmargar mannlífsmyndir sem teknar voru á Norðurlandamóti íslenska hestsins í Ypaja í Finnlandi sem fram fór dagana 4.-8.ágúst 2010.