Fréttir: Desember 2008

Nýr formaður hjá Létti á Akureyri

21.10.2008
Fréttir
Erlingur Guðmundsson tók við formennsku í Létti á Akureyri nú á haustdögum. Hann er Akureyringur í húð og hár. Hefur stundað hestamennsku í allmörg ár og setið í stjórn Léttis síðastliðin tvö ár. En hver eru helstu verkefnin framundan hjá Léttismönnum?

Minni menntun FEIF dómara

17.10.2008
Fréttir
Hestamenn í útlöndum þurfa ekki að hafa kandidatspróf í búvísindum til að hljóta svokölluð FEIF kynbótadómara réttindi. Sú krafa er hins vegar bundin í lög á Íslandi. Erlendir FEIF dómarar mega ekki dæma kynbótahross á Íslandi. Kynbótadómar þeirra í útlöndum eru hins vegar fullgildir í WorldFeng og kynbótamatinu.

Aldrei fleiri dómar frá upphafi

17.10.2008
Fréttir
2059 kynbótadómar voru framdir á yfirstandandi sýningarári, 2008. Er það mesi fjöldi dóma frá upphafi. Alls voru 1834 fullnaðardómar kveðnir upp. Dæmd voru1509 hross. Þannig að þrjátíu prósent hrossanna voru endursýnd, það er að segja: komu oftar en einu sinni til dóms á árinu.

Íslandsmótin fyrir meistara

16.10.2008
Fréttir
Íslandsmótið í hestaíþróttum fullorðinna verður framvegis fyrir þá bestu ef tillaga Léttis á Akureyri fær hljómgrunn á 56. Landsþingi LH. Hún gengur út á að aðeins verði keppt í einum flokki í hverri grein og lágmörk gildi til þátttöku. Hvatinn að tillögunni er að gera Íslandsmótin áhorfendavænni og hækka gæði reiðmennskunnar.

Íslandsmót fullorðinna einn flokkur

16.10.2008
Fréttir
Keppt verður í einum flokki á Íslandsmóti fullorðinna á næsta ári, og væntanlega framvegis. Tillaga Léttis þess efnis var samþykkt á 56. landsþingi LH. Einnig var samþykkt að keppnisnefnd LH ákveði lágmörk í keppnisgreinum.

Langflestar tillögur varða keppnismál

16.10.2008
Fréttir
Af þeim þrjátíu og fjórum tillögum sem liggja fyrir 56. Landsþingi LH fjalla tuttugu og fjórar um keppni. Sex heyra undir þinghaldið, tvær um ferðamál og reiðvegi og ein um sýningu á kynbótahrossum. Tvær tillögur eru frá tölvunefnd og lýtur önnur þeirra að keppni.

Brokkgengir á brokkinu

15.10.2008
Fréttir
Hestar í gæðingakeppni eru oft á tíðum býsna brokkgengir á brokkinu, það er að segja: tolla illa á gangtegundinni. Núverandi reglur gera ráð fyrir að hestur geti hlotið fullnaðareinkunn fyrir brokk ef hann skilar tveimur heilum langhliðum af átta sem riðnar eru alla jafna. Nú eru líkur á að kröfur um brokk í gæðingakeppni verði hertar.

Stökksýningar í barnaflokki - áhættusamar eða ekki?

15.10.2008
Fréttir
Oft hefur legið við slysum þegar stökk er riðið í barnakeppni. Par sem kemst áfram á Landsmóti getur þurft að sýna stökk allt að sex sinnum. Þetta segir í greinargerð með tillögu frá hestamannafélaginu Mána, sem vill samræma keppni í barnaflokki við keppni í unglingaflokki.

Á járnum eða ekki

15.10.2008
Fréttir
Keppandi á að dæmast úr leik ef hestur missir undan sér skeifu í keppni. Þetta er tillaga hestamanna í Loga á 56. Landsþingi LH. Tillagan miðar að breytingu á lögum og reglum LH, grein 8.1.4.3. Skeifur. Inn í þá grein vilja Logamenn setja afdráttarlausa og skýra setningu: „Missi hestur skeifu/r dæmist keppandinn sjálfkrafa úr leik.“