Fréttir: Desember 2010

Frá hestamannafélaginu Létti

01.07.2010
Fréttir
Vegna ástandsins höfum við ákveðið að fella niður fyrirhugaða félagsferð Léttis í Bárðardal.

Gullmótið 2010

30.06.2010
Fréttir
Gullmótið í hestaíþróttum verður haldið helgina 3. - 4. júlí á félagssvæði Fáks, Víðidal. Ölgerðin er stærsti styrktaraðili mótsins og mun Barki gefa keppendum í fyrsta sæti í öllum greinum Marstall fóðurpoka. Mikill áhugi er fyrir mótinu og heyrst hefur að hópur af erlendum gestum líti í dalinn á meðan á móti stendur.

Eftirlit með heilbrigði hestaleiguhesta

29.06.2010
Fréttir
Undirrituð skoðaði ferðahesta Íshesta á Mælifellsdal, eftir ferð yfir Kjöl, föstudaginn 25. júní sl. Fylgst var með hópnum þar sem hann fór yfir Mælifellshálsinn stuttu áður en komið var til byggða.

Frá Samgöngunefnd

29.06.2010
Fréttir
Sem flestum er kunnugt þá hafa verið mikil skrif í fjölmiðlum að undanförnu og einnig verið umfjallanir í ljósvakamiðlum vegna verndaráætlunar Vatnajökulsþjóðgarðs og full ástæða verið til.

Reiðleiðir á aðalskipulögum sveitarfélaganna

28.06.2010
Fréttir
Aðalskipulög margra sveitarfélaga hafa verið og eru í kynningarferli þessa daganna, þar má m.a. nefna aðalskipulög sveitarfélaganna Norðurþings, Húnavatnshrepps, Skagastrandahrepps, Strandabyggðar, Fjallabyggðar, Ásahrepps, og Fjarðabyggðar.

Hollaröð á kynbótasýningu á Gaddstaðaflötum

28.06.2010
Fréttir
Hollaröð á kynbótasýningu á Gaddstaðaflötum dagana 28. júní - 1. júlí 2010 er komin á vefinn hjá okkur. Dómar hefjast kl. 12.30 mánudaginn 28. júní og þeim lýkur með yfirlitssýningu fimmtudaginn 1. júlí. Yfirlitssýning mun hefjast kl. 9.00 með sýningu hryssna 7 vetra og eldri.

Frá Samgöngunefnd

28.06.2010
Fréttir
Það lá að endum að Alþingi auðnaðist að samþykkja samgönguáætlun fyrir árin 2009-2012 á síðustu metrum þingsins. Það lá fyrir að ekki yrði um neinar fjárheimildir til reiðvega að ræða fyrr en samgöngáætlun yrði samþykkt á Alþingi.

Tilkynning frá LH og Hestamannafélaginu Sörla

28.06.2010
Fréttir
Í ljósi þeirra aðstæðna sem nú eru uppi í hestasamfélaginu var ákveðið eftir samráðsfund hagsmunaaðila í hestamennsku að best væri að fresta Íslandsmóti fullorðinna í hestaíþróttum til 25.-28. ágúst n.k.

Ályktun frá fundi hagsmunaaðila í hestamennsku

25.06.2010
Fréttir
Fundur hagsmunaaðila í hestamennsku, sem haldinn var fimmtudaginn 24.06.2010, lýsir yfir stuðningi við starf dýralæknis hrossasjúkdóma hjá MAST og Keldur, tilraunastöð Háskóla Íslands í meinafræðum, í baráttu þeirra við að greina sjúkdóm þann sem herjar á íslenska hrossastofninn.