Fréttir: Desember 2010

Frá hestamannafélaginu Létti

11.05.2010
Fréttir
Vegna mikilla veikinda í hestum á Akureyri og nágrenni hefur Léttir ákveðið að fresta kennslu á Knapamerkum 2-3-4 og 5 í 2 vikur og þá verður staðan metin hvort hægt verði að halda áfram kennslu. Keppnisnámskeiðinu verður einnig frestað um 2 vikur og verður staðan metin þá.

Námskeið í Kappa vel sótt

10.05.2010
Fréttir
Tölvunefnd LH hefur staðið í ströngu undanfarnar vikur og haldið námskeið í Kappa – Mótafeng víðsvegar um landið við góðar undirtektir. Vakin er athygli á því að komin er í gagnið nýr Kappi – Mótafengur og eldri útgáfur úreltar.

Hestar að komast í fulla þjálfun eftir hóstapest

10.05.2010
Fréttir
Hestapestin svonefnda virðist heldur í rénun og eru mörg hross á góðum batavegi, segir Sigríður Björnsdóttir, dýralæknir hrossasjúkdóma. Hún segir meðal annars í viðtali við fréttavef Landsmóts að þær vikur sem til stefnu eru fram að Landsmóti ættu í flestum tilfellum að duga til að undirbúa hrossin fyrir mótið. Viðtalið við Sigríði í heild sinni fer hér á eftir.

Léttir frestar mótum

10.05.2010
Fréttir
Mótanefnd, firmakeppnisnefnd og stjórn Léttis funduðu í dag og ákveðið var að fresta Firmakeppni og Opna Norðurlandsmótinu sem halda átti í næstu viku. Stefnan er að halda firmakeppnina i kringum 17. júní ef heilsa hrossanna leyfir.

Kynbótasýning Sörlastöðum

10.05.2010
Fréttir
Vegna kvefpestar sem nú herjar á hross hefur verið ákveðið að framlengja skráningafrest á kynbótasýninguna á Sörlastöðum í Hafnarfirði til mánudagsins 10. maí. Hollaröðun mun því sennilega ekki birtast fyrr en föstudaginn 14. maí.

Tilkynning frá framkvæmdanefnd Landsmóts hestamanna

07.05.2010
Fréttir
Á fundi framkvæmdanefndar Landsmóts hestamanna sem haldinn var í Skagafirði, 7. maí með dýralækni hrossasjúkdóma var ákveðið að ekki verði hvikað frá undirbúningi Landsmóts þrátt fyrir að smitandi hósti gangi nú yfir hrossastofninn. Kynbótasýningum verður fram haldið samkvæmt auglýstri dagskrá.    Ef á þarf að halda verða settar á aukakynbótasýningar sem eingöngu verða ætlaðar þeim hrossum sem ekki hafa áður getað mætt vegna veikinda. Í lögum og reglum Landssambands hestamannafélaga, grein 6.5, er heimild til þess að félögin haldi tvær umferðir Landsmótsúrtöku.  

Viðbrögð við smitandi hósta í hrossum – nokkur orð til áréttingar 7.maí

07.05.2010
Fréttir
Eins og fram hefur komið var dýralækni hrossasjúkdóma hjá Matvælastofnun tilkynnt um smitandi hósta í hrossum á Hólum í Hjaltadal hinn 7. apríl sl. Þeirri tilkynningu fylgdu upplýsingar um að veikin hefði sennilega mallað eitthvað en örguggustu tilfellin voru hestar sem komu til Hóla nokkru fyrir páska en veikin breiddist mjög greinilega út frá þeim.

Smitandi hósti í hrossum – stöðumat 4.maí

06.05.2010
Fréttir
Nú eru 4 vikur liðnar frá því tilkynning barst um smitandi hósta í hrossum, nokkuð samtímis í Skagafirði og á Suðurlandi. Þá þegar var ljóst að veikin hafði búið um sig um nokkra hríð, 3-4 vikur hið minnsta og kannski miklu lengur.Þó ekki sé búið að greina orsökina hefur nokkur reynsla safnast um gang veikinnar og myndin skýrist dag frá degi.

Tilmæli frá stjórn LH

06.05.2010
Fréttir
Á fundi stjórnar LH með þeim Gunnari Erni Guðmundssyni hérðasdýralækni Gullbringu- og Kjósarsýslu og Vilhjálmi Svanssyni dýralækni var lögð áhersla á að fara eftir tilmælum Sigríðar Björnsdóttur dýralækni hrossasjúkdóma hjá Matvælastofnun.