Fréttir: Desember 2010

Annað kvöldið í KEA mótaröðinni – Fjórgangur

19.02.2010
Fréttir
Næstkomandi fimmtudag hefst annað kvöldið af fjórum í KEA mótaröðinni í Top Reiterhöllinni á Akureyri. Keppt verður í fjórgangi og hefst keppnin klukkan 20:00 fimmtudaginn 25. febrúar. Húsið opnar kl. 19:30.

Umsóknir fyrir YOUTH CUP

17.02.2010
Fréttir
Æskulýðsnefnd LH minnir áhugasama á að skila inn umsóknum á Youth Cup sem verður haldið 10.- 18. júlí nk. Mótið er haldið í Kalo í Damörku.  Útvegaðir verða hestar ef óskað er. Skilyrði fyrir þátttöku: Reynsla í hestamennsku, enskukunnátta, keppnisreynsla í íþróttakeppni, sjálfstæði, geta unnið í hóp og reglusemi.

Samræmingarnámskeið HÍDÍ - 2010

16.02.2010
Fréttir
Nú er komið að fyrra samræmingarnámskeiði HÍDÍ sem haldið verðursunnudaginn  21. feb. 2010 norðan heiða í reiðhöllinni á Blönduósi. Námskeiðið hefst stundvíslega kl 9.00 árdegis og stendur til 17.00.

Minnum á fræðslufund um fóðrun í kvöld!

15.02.2010
Fréttir
Félag tamningamanna og Léttfeti minna Skagfirðinga og nærsveitarmenn á fróðlegan fund um fóðrun reiðhesta sem fram fer í Tjarnarbæ í kvöld, mánudag kl. 20:30. Kaffiveitingar í boði félaganna.

Gæðingadómarar athugið!

15.02.2010
Fréttir
Næstu daga eiga gæðingadómarar LH von á mynddiski inn um bréfalúguna hjá sér vegna upprifjunarnámskeiða GDLH. Með diskinum fylgja allar upplýsingar um hvernig skal standa að skilum á einkunum og hvenær námskeiðin eru haldin.

Úrslit frá Ísmóti Hrings

15.02.2010
Fréttir
Laugardaginn 13.febrúar var haldið Ísmót á Hrísatjörn við Dalvík. Þátttaka var mjög góð, en um 50 skráningar voru í mótið, 41 í tölti og 10 í skeiði. Aðstæður á tjörninni voru frábærar, og veður hagstætt. Logn og um frostmark. Þökkum við keppendum fyrir að halda tímasetningum, dómurum og öðrum starfsmönnum þökkum við einnig gott starf.

Hver á landsmót hestamanna?

15.02.2010
Fréttir
Nú að undanförnu hefur verið mikil umræða um val á landsmótsstað fyrir landsmót hestamanna. Eru þá fyrirferðarmestir forsvarsmenn þeirra mótssvæða, sem telja sig eiga landsmótin, þ.e.a.s. Gaddstaðaflata og Vindheimamela.

Sýnikennsla með Mette Manseth

15.02.2010
Fréttir
Fræðslunefnd Fáks auglýsir sýnikennslu með Mette Manseth, laugardaginn 20.febrúar 2010, í Reiðhöllinni í Víðidal kl. 17:00 

Landsmót íslenska hestsins

12.02.2010
Fréttir
Í síðasta bændablaði birtist grein eftir Bjarna Þorkelsson hrossaræktanda á Þóroddstöðum undir yfirskriftinni “Landsmót í Reykjavík – nei takk”.  Í upphafi greinar sinnar fer Bjarni yfir félagskerfi okkar hestamanna og nauðsyn þess að skerpa línur þar.