Fréttir: Mars 2011

GDLH - skilafrestur að renna út

08.03.2011
Fréttir
Upprifjunarnámskeið GDLH verður haldið laugardaginn 12.mars í Háskólabíó eins og áður hefur verið auglýst. Salurinn opnar kl.9:00 og mun námskeiðið hefjast stundvíslega kl.10:00.

Uppsveitadeild Æskunnar - Fjórgangur úrslit

08.03.2011
Fréttir
Laugardaginn 5.mars fór fram annað mót í Uppsveitadeild Æskunnar í Reiðhöllinni á Flúðum og var keppt í fjórgangi.

Ráslistar á Svellkaldar

08.03.2011
Fréttir
Ráslistar á ístöltsmót kvenna "Svellkaldar konur" sem fram fer næsta laugardag liggja nú fyrir. Afskráningar, breytingar eða leiðréttingar skulu sendar á netfangið skjoni@simnet.is sem allra fyrst.

Opið mót í Herði

08.03.2011
Fréttir
Minnum á skráningu í dag (þriðjudag) á Opna GK Gluggamót Harðar í Harðarbóli frá kl 19-22 og í síma 566-8282. Skráningargjald er 3.000 kr og keppt er í fjórgangi og fimmgangi.

Orri í 25 ár

08.03.2011
Fréttir
Forsala aðgöngumiða á sýninguna Orri í 25 ár verður mánudaginn 14. mars að Ingólfshvoli milli klukkan 18.00 og 21.00. 

Meistaradeild UMFÍ og LH – fimmgangur og gæðingafimi

07.03.2011
Fréttir
Annað mótið í mótaröð UMFÍ og LH verður í Ölfushöllinni Ingólfshvoli föstudaginn 11. mars og hefst kl. 18:00. Keppt verður í fimmgangi og gæðingafimi.

Úrtaka fyrir Stjörnutölt

07.03.2011
Fréttir
Úrtaka fyrir Stjörnutöltið verður haldin miðvikudaginn 9. mars kl 21.15 í Skautahöllinni. Úrtakan fer þannig fram að riðið er Ís-töltprógramm, þ.e. einn hringur hægt tölt, einn hringur með hraðamun á langhliðum og einn hringur fegurðartölt.

Úrslit frá folaldasýningu Sörla

07.03.2011
Fréttir
Folaldasýning Sörla var haldin að Sörlastöðum í dag, 5.mars. 41 folald var skráð til leiks og dómarar voru Svanhildur Hall og Magnús Lárusson.

Fimmgangur á fimmtudag

07.03.2011
Fréttir
Senn líður að fjórða móti Meistaradeildar í hestaíþróttum en þá verður keppt í fimmgangi. Mótið fer fram í Ölfushöllinni, Ingólfshvoli, næst komandi fimmtudag klukkan 19:30.