Fréttir: Júní 2009

Opið íþróttamót Snæfellings 2009

12.06.2009
Fréttir
Opið íþróttamót Snæfellings 2009 verður haldið á Kaldármelum, Snæfellsnesi, sunnudaginn 14. Júní 2009.

Sumarfjarnám ÍSÍ í þjálfaramenntun

12.06.2009
Fréttir
Sumarfjarnám ÍSÍ í þjálfaramenntun hefst 29. júní næstkomandi.  Skráningu þarf að vera lokið fyrir föstudaginn 26. júní.

Viðar og Þorvaldur í töltið

12.06.2009
Fréttir
Viðar Ingólfsson og Tumi frá Stóra-Hofi munu að öllum líkindum keppa í tölti á HM úrtöku í Fáki 16 og 18 júní. Viðar hefur haldið Tuma til hlés í vetur, en hann hefur verið talinn líklegastur sem helsta tromp íslenska liðsins í tölti.

Oddur í fjórganginn

11.06.2009
Fréttir
Ekki er ennþá vitað fyrir víst hverjir munu verða aðal keppendur í fjórgangi á HM úrtökunnni í Fáki. Íslands- og Reykjavíkur meistarinn Snorri Dal ætlar að mæta með Odd frá Hvolsvelli en ekki hefur enn fengið staðfest hvort Sigurður Sigurðarson kemur með hinn þrefalda Íslandsmeistara Suðra frá Holtsmúla.

Sterkur fimmgangur á HM úrtöku

11.06.2009
Fréttir
Búast má við afar spennandi keppni í fimmgangi á HM úrtökunni sem fram fer í Fáki 16. og 18. júní. Tveir Íslandsmeistarar og sigurvegari Meistaradeildar VÍS 2009 munu eigast þar við.

Síðasti skráningardagur fyrir úrtökumót

11.06.2009
Fréttir
Viljum minna á að síðasti skráningardagur fyrir úrtökumótið vegna Heimsmeistaramótsins í Sviss 2009 er föstudagurinn 12.júní til kl.16.00.

Opið Íþróttamót Hrings (miðnæturmót)

11.06.2009
Fréttir
Opið Íþróttamót Hrings verður haldið þriðjudaginn 23.júní nk. Keppni hefst kl 17:00 og er áætlað að úrslit verði riðin í miðnætursól á Hringsholtsvelli.

Náttfaravöllur vígður á Melgerðismelum

11.06.2009
Fréttir
Nýr hestvænn kynbótavöllur var vígður á Melgerðismelum þriðjudaginn 9. júní og nú stendur yfir kynbótasýning á vellinum.

Skeiðleikar - úrslit 100m skeið

11.06.2009
Fréttir
Sigurður Sigurðarson á Drífu frá Hafsteinsstöðum sigraði 100m skeiðið á Skeiðleikum Skeiðfélagsins nú í kvöld á tímanum 7,55.