Fréttir: 2013

Landslið Íslands: opinn fundur

15.06.2013
Fréttir
Opinn fundur landsliðsnefndar LH og liðsstjóra landsliðs Íslands í hestaíþróttum verður haldinn þriðjudaginn 18. júní kl. 17:00 í húsakynnum Ásbjörns Ólafssonar Köllunarklettsvegi 6 í Reykjavík.

Teitur í landsliðið með Jökul

15.06.2013
Fréttir
Teitur Árnason tryggði sér sæti í landsliðinu með flottum tímum í 250m skeiði á Jökli frá Efri-Rauðalæk en besti tíma þeirra félaga var 21,93. Til hamingju Teitur!

Hinrik og Smyrill til Berlínar

15.06.2013
Fréttir
Hinrik Bragason tryggði sér sæti í íslenska landsliðinu með Smyril frá Hrísum en þeir félagar voru efsta töltpar umferðanna tveggja í úrtökunni. Til hamingju Hinrik!

Félagsmót Stíganda, Léttfeta & Svaða

15.06.2013
Vindheimamelum 15.-16.júní

Hestaþing og úrtaka Glaðs

15.06.2013
Búðardal 15.-16. júní

Félagsmót Neista

15.06.2013
Blönduósvelli

Flosi og Möller í landsliðið

14.06.2013
Fréttir
Flosi Ólafsson vann sér sæti í landsliði Íslands rétt í þessu á Möller frá Blesastöðum 1A. Þeir félagar áttu frábæra sýningu í töltinu og urðu efstir með 7,93. Þó munaði litlu á honum og Kára Steinssyni sem var efstur eftir fyrri umferðina á Tóni frá Melkoti.

Gústaf leiðir T2 í ungmennaflokki

14.06.2013
Fréttir
Gústaf Ásgeir Hinriksson er efstur á Naski frá Búlandi í T2 ungmenna með einkunnina 7,87. Annar er Skúli Þór Jóhannsson á Glanna frá Hvammi III með 7,03 og þriðja Agnes Hekla Árnadóttir á Rós frá Geirmundarstöðum með 6,90.

Viðar efstur í T2 á Björk frá Enni

14.06.2013
Fréttir
Viðar Ingólfsson trónir á toppnum í T2 eftir aðra umferð úröku og forkeppni Gullmóts á Björk frá Enni, en þau fóru í mjög góða einkunn eða 8,37. Næstur á eftir honum er Valdimar Bergstað á Tý frá Litla-Dal með 8,20 og þriðji er Reynir Örn Pálmason á Greifa frá Holtsmúla með 8,13.