Fréttir: 2012

Landsmót hestamanna

04.05.2012
Fréttir

Fimmgangsveisla!

04.05.2012
Fréttir
Það var sannkölluð veisla að horfa á fimmgang allra flokka á Reykjavíkurmeistaramóti Fáks, Kerckhaert og Útfararstofu kirkjugarðanna í gær.

Magnaðar sýningar í fjórgangi

03.05.2012
Fréttir
Fyrsti dagur Reykjavíkurmeistaramóts Fáks var í gær miðvikudag og á dagskránni var fjórgangur allra flokka nema ungmennaflokks en ungmenni ríða fjórgang í kvöld.

Til mótshaldara

30.04.2012
Fréttir
Uppfærðir listar yfir virka dómara 2012 eru nú aðgengilegir hér á vefnum. Það sama á við um Sportfeng, þar inni eru uppfærðir listar. Annað atriði sem vert er að koma til mótshaldara er það, að við skráningu móta í Sportfeng er mikilvægt að merkja við hverja keppnisgrein, hvort hún er lögleg eða ólögleg. Senda skal síðan öll mót úr Kappa og aftur yfir í Sportfeng.

Námskeið í Kappa & Sportfeng

30.04.2012
Fréttir
Nú fer mótatímabilið að þyngjast með skemmtilegum íþróttamótum og svo auðvitað gæðingamótum og landsmótsúrtökum í maí og júní.

Stóðhestadeginum frestað um sólarhring

27.04.2012
Fréttir
Sólin mun skína á Brávelli á sunnudag - Vegna óhagstæðrar veðurspár höfum við ákveðið að fresta Stóðhestadegi Eiðfaxa um sólarhring.

Stóðhestadagur Eiðfaxa

27.04.2012
Fréttir
Brávellir á Selfossi verður sveipaður dýrðarljóma laugardaginn 28. apríl þegar Stóðhestadagur Eiðfaxa og hestamannafélagsins Sleipnis fer fram.

Ístölt á LH TV

26.04.2012
Fréttir
Stórmót LH sem haldin voru á ís í vetur, eru nú orðin aðgengileg á vefnum www.landsmot.tv. Inni á þessum vef er efni frá LM 2011, Svellkaldar 2012 og Ístölt þeirra allra sterkustu 2012. 

Æskulýðsmót Andvara og Gusts

26.04.2012
Fréttir
Sameiginlegt gæðingamót á vegum æskulýðsdeilda Andvara og Gusts verður haldið þriðjudaginn 1.maí kl.11:00. Mótið er styrkt af Hátækni ehf.